Rúnar: Ætti að vera bannað að leggja svona á menn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. nóvember 2016 22:30 Rúnar Kárason vísir/anton „Ef ég hefði verið að horfa með þér á leikinn hefði hann verið í 370 slögum en inni á vellinum líður manni alltaf betur,“ sagði Rúnar Kárason eftir sigurinn á Tékkum í kvöld. „Mér fannst við vera flottir í vörninni og mér fannst mörkin þeirra ekki koma af því að þeir voru að spila eitthvað stórkostlega. Mér fannst við standa mjög þétt. „Síðustu þrjú, fjögur mörkin koma eftir skot yfir hausinn á mönnum þegar við erum hálfu skrefi of aftarlega. Við gerum Bjögga (Björgvini Páli Gústavssyni) og Grétari (Ara Guðjónssyni) erfitt fyrir. „Það er fínt að fá á sig 24 mörk. Við sættum okkur við það á flestum dögum. Við hefðum átt að skora 30 í kvöld. Við fengum færi til þess. Heilt yfir var skotnýtingin var aðeins of slök.“ Nú fer Ísland í langt ferðalag til Úkraínu og er Rúnar vægast sagt ósáttur við staðsetningu leiksins þar ytra. „Þetta ferðalag til Úkraínu er aldrei bærilegt. Þetta ætti að vera bannað. Við fljúgum fyrst til Kiev sem er ákveðið ferðalag en svo tekur við fimm tíma rútuferð. Það ætti að vera bannað í alþjóðabolta, að leggja svona á menn. „Leikirnir ættu alltaf að vera innan við 200 til 300 kílómetra frá alþjóðaflugvelli. Þetta er með ráðum gert í Úkraínu og við þurfum að refsa þeim fyrir þessu mistök. Þetta er ömurlegt ferðalag. „Maður fær oft höfðinglegar móttökur þegar maður er loksins kominn á staðinn hjá þessum þjóðum í Austur-Evrópu en þetta ferðalag er ekki boðlegt,“ sagði harðorður Rúnar Kárason.Ekki alveg fæddur í gær Rúnar byrjaði leikinn og spilaði hann allan fyrir utan þegar hann tók í tvígang út tveggja mínútna refsingu. Rúnar er kominn í stærra hlutverk en áður hjá landsliðinu en hann segir það ekki hafa haft nein áhrif á það hvernig hann kom inn í leikinn. „Þetta er eins hjá mér í nánast öllum leikjum. Ég reyni að hugsa sem minnst um það. Þetta er smá Star Wars-tækni, að láta bara máttinn sjá um sitt,“ sagði Rúnar í léttum dúr en bætti svo við; „nei, við erum búnir að endurtaka þetta allt á æfingum, endalaust. „Það eina sem ég var stressaður fyrir leikinn var hvort tvær æfingar í gær hafi verið of mikið. Svo leið mér bara hrikalega vel í dag. Var rólegur og góður í upphitun og þótt ég hafi fengið þessar tvisvar tvær mínútur þá var ég rólegur á því.“ Þó Rúnar hafi verið í byrjunarliði með landsliðinu í Laugardalshöllinni í fyrsta sinn hefur hann þó nokkra reynslu og er ekki einn af nýliðunum í liðinu. „Ég var í stærra hlutverki en á móti þá er ég líka 28 ára. Ég er á áttunda tímabilinu mínu í þýsku úrvalsdeildinni. Ég er ekki að segja að ég sé einhver reynslu bolti en maður er ekki alveg fæddur í gær. „Það er gott að halda Arnóri (Atlasyni) inni. Hann er yfirvegaður og reynslumikill. Hann gerir hlutina vel fyrir okkur hina. „Aron (Pálmarsson) er hárkarl. Það er draumur að hafa hann svona eins og svarthol. Hann sogar svo í sig og býr til pláss fyrir aðra. Ég get ekki beðið um það betra. „Það var mjög gaman að spila í fyrsta sinn í byrjunarliði í Höllinni.“ Rúnar byrjaði leikinn á að skora fyrsta mark leiksins en var búinn að næla sér í tvígang í tvær mínútur eftir aðeins 11 mínútna leik. „Fyrri tvær mínúturnar voru rosalega ódýrar. Þeir hefðu átt að gefa mér gult spjald og dæma víti. Svo heldur hann að ég sé ekki kominn með tvær og gefur mér gult spjald. Hann verður að leiðrétta það. Það eru hans mistök í lestri á leiknum og ekkert við því að gera. Við náðum að leysa það með skiptingunni og þeir fengu ekkert út úr því og svo fékk ég að spila vörn í lokin og það gekk mjög vel,“ sagði Rúnar að lokum. EM 2018 í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
„Ef ég hefði verið að horfa með þér á leikinn hefði hann verið í 370 slögum en inni á vellinum líður manni alltaf betur,“ sagði Rúnar Kárason eftir sigurinn á Tékkum í kvöld. „Mér fannst við vera flottir í vörninni og mér fannst mörkin þeirra ekki koma af því að þeir voru að spila eitthvað stórkostlega. Mér fannst við standa mjög þétt. „Síðustu þrjú, fjögur mörkin koma eftir skot yfir hausinn á mönnum þegar við erum hálfu skrefi of aftarlega. Við gerum Bjögga (Björgvini Páli Gústavssyni) og Grétari (Ara Guðjónssyni) erfitt fyrir. „Það er fínt að fá á sig 24 mörk. Við sættum okkur við það á flestum dögum. Við hefðum átt að skora 30 í kvöld. Við fengum færi til þess. Heilt yfir var skotnýtingin var aðeins of slök.“ Nú fer Ísland í langt ferðalag til Úkraínu og er Rúnar vægast sagt ósáttur við staðsetningu leiksins þar ytra. „Þetta ferðalag til Úkraínu er aldrei bærilegt. Þetta ætti að vera bannað. Við fljúgum fyrst til Kiev sem er ákveðið ferðalag en svo tekur við fimm tíma rútuferð. Það ætti að vera bannað í alþjóðabolta, að leggja svona á menn. „Leikirnir ættu alltaf að vera innan við 200 til 300 kílómetra frá alþjóðaflugvelli. Þetta er með ráðum gert í Úkraínu og við þurfum að refsa þeim fyrir þessu mistök. Þetta er ömurlegt ferðalag. „Maður fær oft höfðinglegar móttökur þegar maður er loksins kominn á staðinn hjá þessum þjóðum í Austur-Evrópu en þetta ferðalag er ekki boðlegt,“ sagði harðorður Rúnar Kárason.Ekki alveg fæddur í gær Rúnar byrjaði leikinn og spilaði hann allan fyrir utan þegar hann tók í tvígang út tveggja mínútna refsingu. Rúnar er kominn í stærra hlutverk en áður hjá landsliðinu en hann segir það ekki hafa haft nein áhrif á það hvernig hann kom inn í leikinn. „Þetta er eins hjá mér í nánast öllum leikjum. Ég reyni að hugsa sem minnst um það. Þetta er smá Star Wars-tækni, að láta bara máttinn sjá um sitt,“ sagði Rúnar í léttum dúr en bætti svo við; „nei, við erum búnir að endurtaka þetta allt á æfingum, endalaust. „Það eina sem ég var stressaður fyrir leikinn var hvort tvær æfingar í gær hafi verið of mikið. Svo leið mér bara hrikalega vel í dag. Var rólegur og góður í upphitun og þótt ég hafi fengið þessar tvisvar tvær mínútur þá var ég rólegur á því.“ Þó Rúnar hafi verið í byrjunarliði með landsliðinu í Laugardalshöllinni í fyrsta sinn hefur hann þó nokkra reynslu og er ekki einn af nýliðunum í liðinu. „Ég var í stærra hlutverki en á móti þá er ég líka 28 ára. Ég er á áttunda tímabilinu mínu í þýsku úrvalsdeildinni. Ég er ekki að segja að ég sé einhver reynslu bolti en maður er ekki alveg fæddur í gær. „Það er gott að halda Arnóri (Atlasyni) inni. Hann er yfirvegaður og reynslumikill. Hann gerir hlutina vel fyrir okkur hina. „Aron (Pálmarsson) er hárkarl. Það er draumur að hafa hann svona eins og svarthol. Hann sogar svo í sig og býr til pláss fyrir aðra. Ég get ekki beðið um það betra. „Það var mjög gaman að spila í fyrsta sinn í byrjunarliði í Höllinni.“ Rúnar byrjaði leikinn á að skora fyrsta mark leiksins en var búinn að næla sér í tvígang í tvær mínútur eftir aðeins 11 mínútna leik. „Fyrri tvær mínúturnar voru rosalega ódýrar. Þeir hefðu átt að gefa mér gult spjald og dæma víti. Svo heldur hann að ég sé ekki kominn með tvær og gefur mér gult spjald. Hann verður að leiðrétta það. Það eru hans mistök í lestri á leiknum og ekkert við því að gera. Við náðum að leysa það með skiptingunni og þeir fengu ekkert út úr því og svo fékk ég að spila vörn í lokin og það gekk mjög vel,“ sagði Rúnar að lokum.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira