Hófst strax handa við að mynda ríkisstjórn Snærós Sindradóttir skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Bjarni Benediktsson ræddi við blaðamenn eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti að hann fæli Bjarna stjórnarmyndunarumboð. vísir/eyþór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þarf að upplýsa forseta Íslands um gang mála í stjórnarmyndunarviðræðum um næstu helgi eða strax eftir helgi. Þetta kom fram í máli forseta á Bessastöðum í gær þar sem hann tilkynnti að Bjarni hefði fengið umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hugsa að þetta sé nú bara að hann vill vita hvenær hann á að afturkalla umboðið, að menn séu ekki að liggja með þetta of lengi. Það er pressa á að mynda stjórnina því það þarf að leggja fram fjárlög. Það er líklega það sem liggur þarna að baki,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði og forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands, um fyrirvarann sem forseti setur. „Ekki það að menn séu að drolla við þetta yfirleitt. Hann hefur áhyggjur af því hvort þetta gangi ekki hratt og örugglega fyrir sig.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, boðaði Bjarna á fund sinn klukkan ellefu í gærmorgun og tilkynnti að fundi loknum að Bjarni hefði fengið umboð til að mynda ríkisstjórn. Í máli forsetans kom fram að Bjarni hefði ekki tilkynnt honum hvaða stjórn hann myndi fyrst reyna að mynda eða hver óskaríkisstjórn hans væri.Guðmundur Hálfdánarson prófessor.vísir/anton brinkGuðni tók jafnframt fram að hann væri ekki að útnefna næsta forsætisráðherra með ákvörðun sinni. Fyrst og fremst væri hann að hjálpa leiðtogum stjórnmálaflokkanna að mynda ríkisstjórn og ljúka því verki. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sótti það nokkuð fast að fá umboð til stjórnarmyndunar því margt í orðum formanna hinna flokkanna bendir til þess að Viðreisn verði í næstu ríkisstjórn. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, óskaði jafnframt eftir því að Benedikt fengi umboðið. Guðni svaraði því til að honum hefði þótt vænlegra til árangurs að Bjarni fengið umboðið. Eftir tilkynningu forsetans sagðist Bjarni ætla að ræða við alla formenn flokkanna og ekki vera með neina eina stjórn í huga fremur annarri. Áður hafði Bjarni útilokað samstarf með Pírötum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar er sögð vera í burðarliðnum en Bjarni sagði að á henni væri sá galli að hún hefði aðeins eins manns meirihluta. Þegar Fréttablaðið náði tali af Benedikt, formanni Viðreisnar, hafði Bjarni átt við hann samtal í gegnum síma og þeir bókað fund sem fram fer í dag. Bjarni fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokks í gær og svo með formanni Framsóknarflokksins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þarf að upplýsa forseta Íslands um gang mála í stjórnarmyndunarviðræðum um næstu helgi eða strax eftir helgi. Þetta kom fram í máli forseta á Bessastöðum í gær þar sem hann tilkynnti að Bjarni hefði fengið umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hugsa að þetta sé nú bara að hann vill vita hvenær hann á að afturkalla umboðið, að menn séu ekki að liggja með þetta of lengi. Það er pressa á að mynda stjórnina því það þarf að leggja fram fjárlög. Það er líklega það sem liggur þarna að baki,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði og forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands, um fyrirvarann sem forseti setur. „Ekki það að menn séu að drolla við þetta yfirleitt. Hann hefur áhyggjur af því hvort þetta gangi ekki hratt og örugglega fyrir sig.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, boðaði Bjarna á fund sinn klukkan ellefu í gærmorgun og tilkynnti að fundi loknum að Bjarni hefði fengið umboð til að mynda ríkisstjórn. Í máli forsetans kom fram að Bjarni hefði ekki tilkynnt honum hvaða stjórn hann myndi fyrst reyna að mynda eða hver óskaríkisstjórn hans væri.Guðmundur Hálfdánarson prófessor.vísir/anton brinkGuðni tók jafnframt fram að hann væri ekki að útnefna næsta forsætisráðherra með ákvörðun sinni. Fyrst og fremst væri hann að hjálpa leiðtogum stjórnmálaflokkanna að mynda ríkisstjórn og ljúka því verki. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sótti það nokkuð fast að fá umboð til stjórnarmyndunar því margt í orðum formanna hinna flokkanna bendir til þess að Viðreisn verði í næstu ríkisstjórn. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, óskaði jafnframt eftir því að Benedikt fengi umboðið. Guðni svaraði því til að honum hefði þótt vænlegra til árangurs að Bjarni fengið umboðið. Eftir tilkynningu forsetans sagðist Bjarni ætla að ræða við alla formenn flokkanna og ekki vera með neina eina stjórn í huga fremur annarri. Áður hafði Bjarni útilokað samstarf með Pírötum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar er sögð vera í burðarliðnum en Bjarni sagði að á henni væri sá galli að hún hefði aðeins eins manns meirihluta. Þegar Fréttablaðið náði tali af Benedikt, formanni Viðreisnar, hafði Bjarni átt við hann samtal í gegnum síma og þeir bókað fund sem fram fer í dag. Bjarni fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokks í gær og svo með formanni Framsóknarflokksins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira