Íraksher kominn inn í úthverfi Mosúlborgar Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. nóvember 2016 07:00 VopnaðIr sjíamúslimar söfnuðust saman í bænum Zarka. vísir/epa Írakskar hersveitir eru komnar inn í úthverfi borgarinnar Mosúl, rúmri viku eftir að sókn stjórnarhersins og Kúrdasveita hófst til að ná borginni úr höndum vígasveita Íslamska ríkisins, eða Daish-samtakanna. Fjölmiðlar skýrðu frá þessu í gærmorgun og sögðu innrásarliðið mæta harðri mótstöðu. Haider al Abadi, forsætisráðherra Íraks, ræddi við fjölmiðla í gær og sagðist skora á Daish að gefast upp: „Þeir hafa ekkert val. Annaðhvort gefast þeir upp eða deyja,“ sagði hann. Mosúl er síðasta stóra borgin sem Daish-samtökin ráða enn yfir í Írak, en þau náðu henni á sitt vald sumarið 2014. Íraksher var í gærmorgun kominn með herlið inn í Gogjali-hverfi, sem er eitt af úthverfunum austan til í Mosúlborg. Löng leið er samt enn eftir inn í miðborgina og búast má við hörðum átökum með miklu mannfalli. Fjölþjóðaherlið undir forystu Bandaríkjahers hefur aðstoðað innrásarliðið, meðal annars með loftárásum. Breska blaðið The Guardian skýrði í gær frá því að heil fjölskylda hafi látið lífið í loftárás bandaríska hersins á heimili hennar í þorpinu Fadilíja skammt frá Mosúl. Íbúðarhús fjölskyldunnar varð tvisvar fyrir sprengju og gjöreyðilagðist þannig að vart stendur steinn yfir steini, bókstaflega. Að sögn The Guardian þeyttust brot úr húsinu og sprengjunum allt að þrjú hundruð metra. Þar létu átta manns úr sömu fjölskyldunni lífið, þar af þrjú börn. Nokkur hundruð fjölskyldur búa í þessu þorpi og er fullyrt að þær verði fluttar burt til flóttamannabúða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forsætisráðherra Íraka hvetur ISIS-liða í Mosúl til að gefast upp Haider al-Abadi kom fram í sjónvarpsávarpi í nótt þar sem hann sagði liðsmenn ISIS aðeins eiga tvo kosti í stöðunni, annað hvort gefast þeir upp nú þegar, eða þeir deyja. 1. nóvember 2016 10:01 Tæplega þúsund ISIS-liðar hafa fallið í og í kringum Mosúl Írakska ríkisstjórnin hefur greint frá því að 57 írakskir hermenn hafi fallið og 250 særst frá því að sóknin að Mosúl hófst í síðustu viku. 27. október 2016 14:24 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Erlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Írakskar hersveitir eru komnar inn í úthverfi borgarinnar Mosúl, rúmri viku eftir að sókn stjórnarhersins og Kúrdasveita hófst til að ná borginni úr höndum vígasveita Íslamska ríkisins, eða Daish-samtakanna. Fjölmiðlar skýrðu frá þessu í gærmorgun og sögðu innrásarliðið mæta harðri mótstöðu. Haider al Abadi, forsætisráðherra Íraks, ræddi við fjölmiðla í gær og sagðist skora á Daish að gefast upp: „Þeir hafa ekkert val. Annaðhvort gefast þeir upp eða deyja,“ sagði hann. Mosúl er síðasta stóra borgin sem Daish-samtökin ráða enn yfir í Írak, en þau náðu henni á sitt vald sumarið 2014. Íraksher var í gærmorgun kominn með herlið inn í Gogjali-hverfi, sem er eitt af úthverfunum austan til í Mosúlborg. Löng leið er samt enn eftir inn í miðborgina og búast má við hörðum átökum með miklu mannfalli. Fjölþjóðaherlið undir forystu Bandaríkjahers hefur aðstoðað innrásarliðið, meðal annars með loftárásum. Breska blaðið The Guardian skýrði í gær frá því að heil fjölskylda hafi látið lífið í loftárás bandaríska hersins á heimili hennar í þorpinu Fadilíja skammt frá Mosúl. Íbúðarhús fjölskyldunnar varð tvisvar fyrir sprengju og gjöreyðilagðist þannig að vart stendur steinn yfir steini, bókstaflega. Að sögn The Guardian þeyttust brot úr húsinu og sprengjunum allt að þrjú hundruð metra. Þar létu átta manns úr sömu fjölskyldunni lífið, þar af þrjú börn. Nokkur hundruð fjölskyldur búa í þessu þorpi og er fullyrt að þær verði fluttar burt til flóttamannabúða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forsætisráðherra Íraka hvetur ISIS-liða í Mosúl til að gefast upp Haider al-Abadi kom fram í sjónvarpsávarpi í nótt þar sem hann sagði liðsmenn ISIS aðeins eiga tvo kosti í stöðunni, annað hvort gefast þeir upp nú þegar, eða þeir deyja. 1. nóvember 2016 10:01 Tæplega þúsund ISIS-liðar hafa fallið í og í kringum Mosúl Írakska ríkisstjórnin hefur greint frá því að 57 írakskir hermenn hafi fallið og 250 særst frá því að sóknin að Mosúl hófst í síðustu viku. 27. október 2016 14:24 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Erlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Forsætisráðherra Íraka hvetur ISIS-liða í Mosúl til að gefast upp Haider al-Abadi kom fram í sjónvarpsávarpi í nótt þar sem hann sagði liðsmenn ISIS aðeins eiga tvo kosti í stöðunni, annað hvort gefast þeir upp nú þegar, eða þeir deyja. 1. nóvember 2016 10:01
Tæplega þúsund ISIS-liðar hafa fallið í og í kringum Mosúl Írakska ríkisstjórnin hefur greint frá því að 57 írakskir hermenn hafi fallið og 250 særst frá því að sóknin að Mosúl hófst í síðustu viku. 27. október 2016 14:24