Enski boltinn

Mata: Ég er mikilvægur fyrir Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Juan Mata.
Juan Mata. vísir/getty
Það eru aðeins nokkrir mánuðir síðan menn héldu að ferill Juan Mata hjá Man. Utd væri á enda en nú segir leikmaðurinn að hann sé mikilvægur fyrir félagið.

Mata var í kælinum hjá stjóra United, Jose Mourinho, er þeir voru báðir hjá Chelsea en annað er upp á teningnum í Manchester. Þar var Mata fyrirliði í síðasta leik liðsins.

„Það voru búnar til of margar sögur í upphafi tímabilsins. Ég vissi hvað var að gerast og það var nákvæmlega ekkert að gerast,“ sagði Mata um sögusagnirnar í ágúst.

Hann er búinn að spila 13 leiki í vetur og skora 3 mörk.

„Mér finnst ég vera mikilvægur leikmaður fyrir félagið. Þetta hefur verið upp og niður síðan ég kom hingað en mér hefur alltaf fundist ég vera mikilvægur hjá öllum stjórunum. Mér líður eins núna. Samband okkar Mourinho er mjög faglegt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×