Erlent

Leystist upp í súrum hver

Samúel Karl Ólason skrifar
Yellowstone er virkt jarðhitasvæði.
Yellowstone er virkt jarðhitasvæði. Vísir/AFP
Leifar manns sem lést í heitum hver í Yellowstone þjóðgarðinum í sumar leystust upp í hvernum áður en hægt var að sækja þær. Hinn 23 ára gamli Colin Scott hafði farið ásamt systur sinni í þjógarðinn í júní og fóru þau út fyrir merktar gönguleiðir til þess að finna stað þar sem þau gætu farið út í vatnið, þrátt fyrir allar merkingar og viðvaranir.

Samkvæmt BBC var Sable Scott að taka bróðir sinn upp á myndband þegar hann ætlaði að kanna hita hversins og féll ofan í.

Björgunaraðilar fundu líka hans í hvernum en þurftu frá að hverfa vegna myrkurs. Næsta dag var líkið hvergi sjáanlegt í sjóðandi vatninu. Þá hafði líkið leysts upp vegna hitans og sýrustigs vatnsins.


Tengdar fréttir

Göngumaður féll í hver og dó

Hann hafði villst af leið og farið út fyrir merkta göngustíga þegar hann féll í hverinn sem er um níutíu og þriggja gráða heitur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×