Áskorun að hlusta á taktinn og tónlistina í líkamanum Magnús Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2016 09:30 Katrín Gunnarsdóttir, dansari og danshöfundur, frumsýnir nýtt verk í Tjarnarbíó í kvöld. Visir/Eyþór Núna er ég er að fara að sýna nýtt sólóverk sem heitir Shades of History. Kveikjan að verkinu var að vinna með höfundareinkenni eða einkennishreyfingar mismunandi danshöfunda sem hafa haft áhrif á mig í gegnum tíðina,“ segir Katrín Gunnarsdóttir, dansari og danshöfundur, sem hefur á undanförnum árum hlotið verðskuldaða athygli fyrir verk sín bæði hér heima og erlendis. Frumsýningin er í Tjarnarbíó í kvöld en það verða aðeins örfáar sýningar þar sem hún heldur innan tíðar með verkið til sýninga bæði í Sviss og Skotlandi. Katrín heldur áfram og bætir við að í þessu verki sé hún áfram að vinna með sama viðfangsefni og í sýningunni Saving History. „Þetta er líka orðið að hugleiðingu um það hvernig hlutir breytast. Hvernig ein hreyfing þróast yfir á aðra. Þannig er ég að reyna að leita að einhverjum kjarna eða ákveðnu flæði í hreyfingu.“Visir/EyþórSagan endurtekur sig Katrín hefur fengist við dansinn allt frá unga aldri en fyrir tveimur árum hlaut hún Grímuna sem danshöfundur ársins fyrir verkið Coming Up ásamt Melkorku Sigríði Magnúsdóttur. Í kjölfarið samdi hún verkið Saving History og Katrín segir að það verk hafi í raun verið það fyrsta sem tilheyrir þessari rannsókn. „Þá var ég að skoða síðustu fimmtán ár en ég er búin að vera að dansa í tuttugu ár eða þar um bil. En ég miða við að fyrsta opinbera dansverkið mitt, þar sem ég var að fá lánað eða hafði orðið fyrir áhrifum frá öðrum höfundum, hafi verið þegar ég var svona þrettán ára í Tónabæ.“ En skyldi Katrín sækja mikið í að horfa á og skoða verk annarra höfunda svona dags daglega? „Já, það sem var grunnur að þessu verki eru öll þessi áhrif sem við verðum fyrir án þess endilega að við tökum eftir því. Þannig að það kallaði á ákveðna rannsóknarvinnu að finna þessa áhrifavalda og vera meira meðvituð um það hvaðan áhrifin koma. Þannig að þessi rannsóknarvinna gerði mig meira meðvitaða um það hvaðan áhrifin á mann koma. Þannig að þessi vinna breytti mér sem áhofanda og gerði mig meðvitaða um það hvernig sagan birtist í dansverkum og hvernig hún er alltaf að endurtaka sig. Ég held að við séum alltaf undir áhrifum frá öðrum hvort sem við könnumst við það eða ekki.“Hætt að vera frumleg Katrín hlær við spurningunni um það hvort þetta merki það að hún sé þá póstmódernisti. „Við erum komin miklu lengra en það. Erum við ekki komin í post-truth. Er það ekki það nýjasta? Ég er komin þangað þar sem þetta skiptir ekki lengur máli og ég get bara dansað hvað sem er þarna á gólfinu og sagt að það sé eftir einhvern annan. Sannleikurinn skiptir ekki máli lengur. En það er hins vegar merkilegt hvernig dansáhrifin hér á landi voru, sérstaklega fyrir daga internetsins. Þá barst þekkingin hingað eiginlega svona second hand til okkar í gegnum aðra og þegar ég var krakki þá var það eina sem ég sá eftir fræga danshöfunda kannski bara eitt vídeó í skólanum eða með því að læra eitthvað í danstíma. Núna er raunveruleikinn allt annar þar sem þú getur séð svo margt og fylgst með öllu. Þetta hefur auðvitað breytt gríðarlega miklu en að sama skapi getur maður líka alveg gefist upp á því að vera frumlegur. Eftir þessi dansverk sem ég er búin að vera að vinna með núna þá er ég alveg búin að gefa það upp á bátinn. Ég ætla ekki að reyna að vera frumleg lengur því það er bara vonlaust.“Visir/EyþórEinföld nærvera Shades of History samanstendur af því sem hefur mótað og haft áhrif á Katrínu á hennar dansferli. „Já, þetta er það en af því að ég tók þá nálgun í verkinu að vinna mikið með einfaldar hreyfingar, eins og t.d. handahreyfingar eða höfuðhreyfingar, einföld skref eða hringi þá sérðu ekkert endilega í verkinu mjög afgerandi einkenni. Heldur bregður þeim meira fyrir eins og einhvers konar skuggum eða litrófi. Þaðan kemur líka þessi titill og þú sem áhorfandi sérð ákveðið róf hreyfinga. Sumar hreyfingar eru líka þannig að áður en hreyfingin sjálf er komin í ljós þá er hún strax farin að breytast yfir í eitthvað annað. En mér fannst svo áhugavert að nálgast þetta í einhverjum svona einfaldleika. Það er engin tónlist í þessu verki, heldur bara hljóðmynd með dansaranum og andardrættinum. Mér finnst það áhugavert að fara í slíka einfalda nærveru andspænis öllum þessum stóru hugmyndum.“Tónlist líkamans Katrín viðurkennir að það sé vissulega krefjandi að vera án tónlistarinnar. „Það krefst rosalegs undirbúnings og maður þarf að venjast því. Þótt ég sé að vinna í verkinu án tónlistar þá nota ég tónlist til undirbúnings. Ég er með upphitunarlagalista og er líka oft með tónlist á æfingum vegna þess að það er manni svo eðlislægt að dansa og hreyfa sig við tónlistina. En þetta er skemmtileg áskorun að reyna að hlusta á taktinn og tónlistina í líkamanum og leyfa honum að standa einn og óstuddur. Í þessu samfélagi okkar erum við líka alltaf í svo miklu áreiti og það er allt orðið svo tæknivætt að mér fannst að það væri spennandi að láta áhorfendur bara sitja saman í þögn. Það er fólgin einhver öðruvísi nærvera í því að sitja og hlusta og á þennan líkama sem er að dansa. Mér finnst það spennandi.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. nóvember. Menning Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Núna er ég er að fara að sýna nýtt sólóverk sem heitir Shades of History. Kveikjan að verkinu var að vinna með höfundareinkenni eða einkennishreyfingar mismunandi danshöfunda sem hafa haft áhrif á mig í gegnum tíðina,“ segir Katrín Gunnarsdóttir, dansari og danshöfundur, sem hefur á undanförnum árum hlotið verðskuldaða athygli fyrir verk sín bæði hér heima og erlendis. Frumsýningin er í Tjarnarbíó í kvöld en það verða aðeins örfáar sýningar þar sem hún heldur innan tíðar með verkið til sýninga bæði í Sviss og Skotlandi. Katrín heldur áfram og bætir við að í þessu verki sé hún áfram að vinna með sama viðfangsefni og í sýningunni Saving History. „Þetta er líka orðið að hugleiðingu um það hvernig hlutir breytast. Hvernig ein hreyfing þróast yfir á aðra. Þannig er ég að reyna að leita að einhverjum kjarna eða ákveðnu flæði í hreyfingu.“Visir/EyþórSagan endurtekur sig Katrín hefur fengist við dansinn allt frá unga aldri en fyrir tveimur árum hlaut hún Grímuna sem danshöfundur ársins fyrir verkið Coming Up ásamt Melkorku Sigríði Magnúsdóttur. Í kjölfarið samdi hún verkið Saving History og Katrín segir að það verk hafi í raun verið það fyrsta sem tilheyrir þessari rannsókn. „Þá var ég að skoða síðustu fimmtán ár en ég er búin að vera að dansa í tuttugu ár eða þar um bil. En ég miða við að fyrsta opinbera dansverkið mitt, þar sem ég var að fá lánað eða hafði orðið fyrir áhrifum frá öðrum höfundum, hafi verið þegar ég var svona þrettán ára í Tónabæ.“ En skyldi Katrín sækja mikið í að horfa á og skoða verk annarra höfunda svona dags daglega? „Já, það sem var grunnur að þessu verki eru öll þessi áhrif sem við verðum fyrir án þess endilega að við tökum eftir því. Þannig að það kallaði á ákveðna rannsóknarvinnu að finna þessa áhrifavalda og vera meira meðvituð um það hvaðan áhrifin koma. Þannig að þessi rannsóknarvinna gerði mig meira meðvitaða um það hvaðan áhrifin á mann koma. Þannig að þessi vinna breytti mér sem áhofanda og gerði mig meðvitaða um það hvernig sagan birtist í dansverkum og hvernig hún er alltaf að endurtaka sig. Ég held að við séum alltaf undir áhrifum frá öðrum hvort sem við könnumst við það eða ekki.“Hætt að vera frumleg Katrín hlær við spurningunni um það hvort þetta merki það að hún sé þá póstmódernisti. „Við erum komin miklu lengra en það. Erum við ekki komin í post-truth. Er það ekki það nýjasta? Ég er komin þangað þar sem þetta skiptir ekki lengur máli og ég get bara dansað hvað sem er þarna á gólfinu og sagt að það sé eftir einhvern annan. Sannleikurinn skiptir ekki máli lengur. En það er hins vegar merkilegt hvernig dansáhrifin hér á landi voru, sérstaklega fyrir daga internetsins. Þá barst þekkingin hingað eiginlega svona second hand til okkar í gegnum aðra og þegar ég var krakki þá var það eina sem ég sá eftir fræga danshöfunda kannski bara eitt vídeó í skólanum eða með því að læra eitthvað í danstíma. Núna er raunveruleikinn allt annar þar sem þú getur séð svo margt og fylgst með öllu. Þetta hefur auðvitað breytt gríðarlega miklu en að sama skapi getur maður líka alveg gefist upp á því að vera frumlegur. Eftir þessi dansverk sem ég er búin að vera að vinna með núna þá er ég alveg búin að gefa það upp á bátinn. Ég ætla ekki að reyna að vera frumleg lengur því það er bara vonlaust.“Visir/EyþórEinföld nærvera Shades of History samanstendur af því sem hefur mótað og haft áhrif á Katrínu á hennar dansferli. „Já, þetta er það en af því að ég tók þá nálgun í verkinu að vinna mikið með einfaldar hreyfingar, eins og t.d. handahreyfingar eða höfuðhreyfingar, einföld skref eða hringi þá sérðu ekkert endilega í verkinu mjög afgerandi einkenni. Heldur bregður þeim meira fyrir eins og einhvers konar skuggum eða litrófi. Þaðan kemur líka þessi titill og þú sem áhorfandi sérð ákveðið róf hreyfinga. Sumar hreyfingar eru líka þannig að áður en hreyfingin sjálf er komin í ljós þá er hún strax farin að breytast yfir í eitthvað annað. En mér fannst svo áhugavert að nálgast þetta í einhverjum svona einfaldleika. Það er engin tónlist í þessu verki, heldur bara hljóðmynd með dansaranum og andardrættinum. Mér finnst það áhugavert að fara í slíka einfalda nærveru andspænis öllum þessum stóru hugmyndum.“Tónlist líkamans Katrín viðurkennir að það sé vissulega krefjandi að vera án tónlistarinnar. „Það krefst rosalegs undirbúnings og maður þarf að venjast því. Þótt ég sé að vinna í verkinu án tónlistar þá nota ég tónlist til undirbúnings. Ég er með upphitunarlagalista og er líka oft með tónlist á æfingum vegna þess að það er manni svo eðlislægt að dansa og hreyfa sig við tónlistina. En þetta er skemmtileg áskorun að reyna að hlusta á taktinn og tónlistina í líkamanum og leyfa honum að standa einn og óstuddur. Í þessu samfélagi okkar erum við líka alltaf í svo miklu áreiti og það er allt orðið svo tæknivætt að mér fannst að það væri spennandi að láta áhorfendur bara sitja saman í þögn. Það er fólgin einhver öðruvísi nærvera í því að sitja og hlusta og á þennan líkama sem er að dansa. Mér finnst það spennandi.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. nóvember.
Menning Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira