Sparkspekingur í Noregi segir Lars of leiðinlegan fyrir norska landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2016 11:00 Lars náði frábærum árangri með íslenska landsliðið á árunum 2012-16. vísir/epa Norska blaðið Verdens Gang nefnir Lars Lagerbäck sem einn af mögulegum eftirmönnum Per-Mathias Högmo sem landsliðsþjálfari Noregs. Norskur sparkspekingur hefur þó lítinn áhuga á að fá Lagerbäck og segir hann of leiðinlegan.Greint var frá því í gær að Högmo væri hættur þjálfun norska landsliðsins eftir þriggja ára starf. Ståle Solbakken, þjálfari FC Köbenhavn, þykir líklegastur til að taka við norska liðinu sem hann lék sjálfur með á árunum 1994-2000. Óvíst er þó hvort Solbakken sé tilbúinn að yfirgefa FCK sem eru danskir meistarar og spila í Meistaradeild Evrópu. Auk Solbakkens nefnir VG fjóra aðra kosti í stöðu landsliðsþjálfara Noregs. Þetta eru þeir Lars Lagerbäck, Erik Hamrén, Ole Gunnar Solskjær og Kjetil Rekdal. Þá eru Nils Johan Semb, fyrrverandi landsliðsþjálfari, og Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, nefndir sem ólíklegir kandítatar.Egil „Drillo“ Olsen kom Noregi upp í 2. sæti heimslistans, þó ekki með neinum kampavínsfótbolta.vísir/gettyÍ umsögn VG um Lagerbäck segir að hann hafi farið með sænska landsliðið á fimm stórmót í röð sem enginn annar hafi afrekað. Hann hafi svo náð frábærum árangri með Ísland. Þá kemur einnig fram að Lagerbäck hafi orðið vinsælli með árunum og orðið mýkri eftir að hann tók við Íslandi. Kostirnir við Lagerbäck eru, samkvæmt VG, að hann er á lausu, leggur upp með vel skipulagðan varnarleik og býr yfir mikilli reynslu eftir að hafa þjálfað Svíþjóð, Nígeríu og Ísland. Gallarnir eru að Lagerbäck verður 69 ára á næsta ári og er ekki þekktur fyrir að mjög skemmtilegur. Sparkspekingurinn Joacim Jonsson segist í samtali við VG ekki hafa neina trú á því að Solbakken hætti hjá FCK til að taka við norska landsliðinu. Þá er hann hvorki spenntur fyrir Hamrén né Lagerbäck og segir leikstíl sænsku þjálfaranna leiðinlegan. „Hamrén er frekar leiðinlegur og sænska landsliðið spilaði leiðinlegan fótbolta. Vissulega fóru þeir á EM en þangað komust flest lið. Noregur mun ekki spila neinn kampavínsfótbolta með hann við stjórnvölinn,“ segir Jonsson en Norðmenn voru eitt þeirra liða sem mistókst að komast á EM í Frakklandi. „Ísland var sjarmerandi en þú mátt ekki bara horfa í úrslitin. Þeir náðu ekki árangri með góðum fótbolta. Þetta verður ekki neinn glansbolti með þá í brúnni,“ bætir Jonsson við. Noregur er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu fjóra leikina í undankeppni HM 2018. Þessi þrjú stig fengust fyrir sigur á smáliði San Marínó. Norðmenn hafa ekki komist á stórmót síðan þeir voru á meðal þátttökuliða á EM 2000. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Norska blaðið Verdens Gang nefnir Lars Lagerbäck sem einn af mögulegum eftirmönnum Per-Mathias Högmo sem landsliðsþjálfari Noregs. Norskur sparkspekingur hefur þó lítinn áhuga á að fá Lagerbäck og segir hann of leiðinlegan.Greint var frá því í gær að Högmo væri hættur þjálfun norska landsliðsins eftir þriggja ára starf. Ståle Solbakken, þjálfari FC Köbenhavn, þykir líklegastur til að taka við norska liðinu sem hann lék sjálfur með á árunum 1994-2000. Óvíst er þó hvort Solbakken sé tilbúinn að yfirgefa FCK sem eru danskir meistarar og spila í Meistaradeild Evrópu. Auk Solbakkens nefnir VG fjóra aðra kosti í stöðu landsliðsþjálfara Noregs. Þetta eru þeir Lars Lagerbäck, Erik Hamrén, Ole Gunnar Solskjær og Kjetil Rekdal. Þá eru Nils Johan Semb, fyrrverandi landsliðsþjálfari, og Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, nefndir sem ólíklegir kandítatar.Egil „Drillo“ Olsen kom Noregi upp í 2. sæti heimslistans, þó ekki með neinum kampavínsfótbolta.vísir/gettyÍ umsögn VG um Lagerbäck segir að hann hafi farið með sænska landsliðið á fimm stórmót í röð sem enginn annar hafi afrekað. Hann hafi svo náð frábærum árangri með Ísland. Þá kemur einnig fram að Lagerbäck hafi orðið vinsælli með árunum og orðið mýkri eftir að hann tók við Íslandi. Kostirnir við Lagerbäck eru, samkvæmt VG, að hann er á lausu, leggur upp með vel skipulagðan varnarleik og býr yfir mikilli reynslu eftir að hafa þjálfað Svíþjóð, Nígeríu og Ísland. Gallarnir eru að Lagerbäck verður 69 ára á næsta ári og er ekki þekktur fyrir að mjög skemmtilegur. Sparkspekingurinn Joacim Jonsson segist í samtali við VG ekki hafa neina trú á því að Solbakken hætti hjá FCK til að taka við norska landsliðinu. Þá er hann hvorki spenntur fyrir Hamrén né Lagerbäck og segir leikstíl sænsku þjálfaranna leiðinlegan. „Hamrén er frekar leiðinlegur og sænska landsliðið spilaði leiðinlegan fótbolta. Vissulega fóru þeir á EM en þangað komust flest lið. Noregur mun ekki spila neinn kampavínsfótbolta með hann við stjórnvölinn,“ segir Jonsson en Norðmenn voru eitt þeirra liða sem mistókst að komast á EM í Frakklandi. „Ísland var sjarmerandi en þú mátt ekki bara horfa í úrslitin. Þeir náðu ekki árangri með góðum fótbolta. Þetta verður ekki neinn glansbolti með þá í brúnni,“ bætir Jonsson við. Noregur er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu fjóra leikina í undankeppni HM 2018. Þessi þrjú stig fengust fyrir sigur á smáliði San Marínó. Norðmenn hafa ekki komist á stórmót síðan þeir voru á meðal þátttökuliða á EM 2000.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira