Erlent

Kínverjar banna netverjum að kalla Kim Jong-un feitan

Atli Ísleifsson skrifar
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreumanna.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreumanna. Vísir/AFP
Kínversk yfirvöld hafa bannað netverjum þar í landi að uppnefna Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sem „Kim feiti hinn þriðji“. Uppnefnið hefur náð talsverðri útbreiðslu í kínverskum netheimum.

Guardian greinir frá því að fulltrúar norður-kóreskra stjórnvalda hafi beðið kínverska starfsbræður sína um að banna það að grín sé gert að Kim í fjölmiðlum.

Geng Shuang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, segir stjórnvöld staðráðin í því að þróa heilbrigt og siðmenntað skoðanaumhverfi í landinu.

Engar leitarniðurstöður fást nú þegar kínversku orðin „Jin San Pang“ eru slegin inn í Beidu, vinsælustu leitarvél landsins, og samfélagsmiðlinum Weibo.

Í frétt Guardian segir að ekki hafi verið fjarlægðar leitarniðurstöður með afbrigðum af uppnefninu, líkt og „Kim feiti feiti feiti“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×