Enski boltinn

Óvissa um meiðsli Lallana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lallana fær hér aðhlynningu í gær.
Lallana fær hér aðhlynningu í gær. Vísir/Getty
Óvíst er hvort að Adam Lallana verði klár í slaginn þegar Liverpool mætir Southampton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Lallana fór meiddur af velli þegar England og Spánn skildu jöfn, 2-2, í vináttulandsleik á Wembley-leikvanginum í gærkvöldi.

Hann skoraði fyrra mark Englands í leiknum úr vítaspyrnu en haltraði svo af velli á 25. mínútu eftir að hann var tæklaður af Thiago Alcantara.



„Læknar okkar eru að meta hans stöðu,“ sagði landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Þetta er mikil synd. Hann er klókur knattspyrnumaður og afar hæfileikaríkur.“

„Hann var lykilmaður í því leikskipulagi sem við vildum nota í kvöld,“ sagði hann enn fremur.

Lallana hefur spilað vel með Liverpool, sem er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, og skorað sex mörk í fimmtán leikjum alls með félagsliði sínu og landsliði síðan að tímabilið hófst.

Hann gekk í raðir Liverpool frá Southampton árið 2015 og hefur verið í stóru hlutverki hjá Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, í haust.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×