Enski boltinn

Gamall Liverpool maður: Gerrard ætti bæði að spila og þjálfa hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard og Jamie Carragher með Meistaradeildarbikarinn.
Steven Gerrard og Jamie Carragher með Meistaradeildarbikarinn. Vísir/Getty
Mark Lawrenson spilaði á sínum tíma 241 leik fyrir Liverpool og vann þrettán titla með félaginu. Hann starfar nú sem knattspyrnuspekingur hjá BBC og öðrum og segir ekkert nema jákvætt við það ef Steven Gerrard snúi aftur til Liverpool.

Lawrenson vill að Liverpool semji við Steven Gerrard og geri hann að bæði leikmanni og þjálfara hjá félaginu.

Steven Gerrard er án félags eftir að hann sagði upp samningi sínum hjá bandaríska félaginu Los Angeles Galaxy.

Mark Lawrenson er sannfærður um að Steven Gerrard geti spilaði með Liverpool-liðinu í dag og að hann gæti einnig hjálpað um leið sem þjálfari.

„Þeir þurfa ekki að borga honum stórar upphæðir og þeir geta sagt honum að hann spili ef þeir þurfi á honum að halda,“ sagði Mark Lawrenson í viðtali við BBC.

„Það mikilvægasta af öllu er að hann væri engin ógn fyrir Jürgen Klopp ef hann væri hluti af þjálfarateyminu,“ sagði Lawrenson.

„Það væri frábært að hafa hann hjá félaginu og ég vissum að hann yrði fljótt aðdáandi Klopp. Klopp sjálfur myndi örugglega elska það líka að hafa hann. Það væri ekkert nema jákvætt að hann kæmi aftur,“ sagði Lawrenson.

„Gerrard hefur kynnst þjálfun því hann þjálfaði sextán ára liðið um tíma árið 2015 og elskaði það. Hversu gott væri það að vera leikmaður sextán liðs Liverpool og Gerrard væri þjálfarinn þinn,“ sagði Lawrenson.

Steven Gerrard yfirgaf Anfield árið 2015 eftir sautján ár með aðallliðinu en hann lék 710 leiki með Liverpool, skoraði 186 mörk og vann átta titla með félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×