Enski boltinn

Nasri: Guardiola setti leikmenn City í kynlífsbann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samir Nasri í leik með Sevilla, þar sem hann hefur staðið sig vel.
Samir Nasri í leik með Sevilla, þar sem hann hefur staðið sig vel. Vísir/Getty
Samir Nasri fullyrðir að Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hafi bannað leikmönnum sínum að stunda kynlíf eftir miðnætti.

Nasri er nú í láni hjá Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni út núverandi tímabil en hann virtist ekki eiga samleið með Guardiola.

Nasri var í viðtali hjá L'Equpie du Soir á mánudagskvöld þar sem hann greindi frá kynlífsreglum spænska stjórans.

„Hann tilkynnti leikmönnum að þeir sem vilja stunda kynlíf á frídögum sínum skuli gera það fyrir miðnætti. Það væri nauðsynlegt að fá góðan svefn,“ sagði Nasri.

Sjá einnig: Nasri floginn til Spánar

„Hann sagði þetta líka við Lionel Messi sem hefur síðan þá verið laus við vöðvameiðsli, sem og Robert Lewandowski [hjá Bayern München] sem hann setti á bekkinn á sínum tíma. Hann kom honum í skilning um ákveðna hluti.“

Það var frægt í lok sumars er Guardiola sagði að Nasri hafi mætt of þungur til æfinga eftir sumarfrí.

„Þegar undirbúningstímabilið hófst var mér tilkynnt að ég þyrfti að vera 76 kíló,“ sagði hann.

„Hann var mjög passasamur með margt í eldhúsinu. Þegar ég kom til baka eftir sumarfrí var ég fjórum kílóum of þungur. Ef maður er 2,5 kílóum yfir réttri þyngd þá leyfir Guardiola manni ekki að æfa með leikmannahópnum.“


Tengdar fréttir

Nasri floginn til Spánar

Man. City er ekki félag sem selur leikmenn en það er búið að lána enn einn leikmanninn.

Pep til í að selja Nasri

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá ætlar Man. City að selja Frakkann Samir Nasri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×