Enski boltinn

Sturridge sagður á útleið hjá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniel Sturridge og Jürgen Klopp.
Daniel Sturridge og Jürgen Klopp. Vísir/Getty
Enskir fjölmiðlar fullyrða í dag að Daniel Sturridge er reiðubúinn að yfirgefa Liverpool þegar opnað verður fyrir félagaskipti um áramótin. West Ham og Stoke City eru sögð áhugasöm um kappann.

Sturridge hefur ekki verið fyrsti kostur í sóknarlínu Liverpool hjá Jürgen Klopp og ekki náð að spila heilan leik fyrir þá rauðu þetta tímabilið.

The Mirror fullyrðir í dag að Sturridge sé búinn að játa sig sigraðan í baráttunni um byrjunarliðssæti hjá Klopp en þeir Roberto Firmino og Divock Origi eru í dag á undan honum í goggunarröðinni.

Sturridge skoraði eitt marka Englands í 3-0 sigri á Skotlandi á föstudagskvöldið og fjögur mörk fyrir Liverpool þetta tímabilið - öll í enska deildabikarnum.

Hefur hann verið gagnrýndur fyrir að leggja sig ekki fram fyrir sitt lið en hann hafnaði þeirri gagnrýni samtali við enska fjölmiðla fyrr í vikunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×