Línur Trumps farnar að skýrast Sæunn Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2016 07:00 Trump ásamt Reince Priebus og Mike Pence, verðandi varaforseta. vísir/afp Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er byrjaður að velja í æðstu embætti í Hvíta húsinu. Trump hefur tilkynnt að Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, muni gegna starfi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Hann hefur einnig skipað Stephan Bannon yfirmann stefnumótunar ríkisstjórnarinnar að því er kemur fram í yfirlýsingu. Báðir mennirnir gegndu veigamiklu hlutverki í kosningaherferð Trumps. Priebus var kjörinn formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins árið 2011 og hefur skipan hans hlotið nokkuð lof fjölmiðla vestanhafs. Bannon, sem er kaupsýslumaður og fjölmiðlamógúll, hafði yfirumsjón með kosningaherferð Trumps. Hann rekur vefmiðilinn Breitbart News sem er þekktur fyrir þjóðernishyggju, kynþáttahyggju og samsæriskenningar í umfjöllun sinni. Fjölmiðlar gagnrýndu í gær skipan Bannons vegna þessa. New York Times hefur tekið saman lista yfir mögulega menn í fleiri embætti sem Trump mun skipa í. Meðal annars er því spáð að Newt Gingrich, fyrrverandi forseti bandaríska þingsins, gæti orðið utanríkisráðherra, og að Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og stuðningsmaður Trumps, gæti orðið viðskiptaráðherra. Evrópskir stjórnmálamenn eru nú farnir að láta í ljósi skoðanir sínar á Trump. Utanríkisráðherrar innan Evrópusambandsins segjast eiga von á sterkri samvinnu við Bandaríkin eftir að hafa fundað um kjör Trumps. BBC greinir frá því að ráðherrarnir hafi komið saman á sunnudagskvöld og að þeir hafi rætt óformlega um Trump. Þeir segjast þó þurfa að vita meira um hverjar áætlanir Trumps séu. Á meðan á kosningabaráttu Trumps stóð gaf hann í skyn að Bandaríkin myndu ekki sjálfkrafa koma öðru NATO-ríki til bjargar ef það yrði fyrir árás. Yfirlýsingar utanríkisráðherranna stangast verulega á við skoðun Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann varaði við því á föstudag að kjör Trumps gæti komið tengslum milli Evrópu og Bandaríkjanna í uppnám. Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, fundaði með Donald Trump um helgina. Hann tísti í kjölfarið að það hefði verið mikill heiður að fá að eyða tíma með Trump og að hann væri viss um að hann yrði góður forseti. Fundurinn var litinn hornauga af ráðamönnum í Bretlandi þar sem Farage hitti Trump á undan forsætisráðherra Bretlands og öðrum hátt settum stjórnmálamönnum. Farage bauðst síðan til að kynna breska stjórnmálamenn fyrir Trump en Theresa May forsætisráðherra hefur afþakkað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30 Obama biður fólk um að gefa Trump tækifæri Barack Obama Bandaríkjaforseti segir engan vafa á öðru en að hann hafi áhyggjur af forsetatíð nýkjörins forseta landsins, Donalds Trump 14. nóvember 2016 23:44 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er byrjaður að velja í æðstu embætti í Hvíta húsinu. Trump hefur tilkynnt að Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, muni gegna starfi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Hann hefur einnig skipað Stephan Bannon yfirmann stefnumótunar ríkisstjórnarinnar að því er kemur fram í yfirlýsingu. Báðir mennirnir gegndu veigamiklu hlutverki í kosningaherferð Trumps. Priebus var kjörinn formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins árið 2011 og hefur skipan hans hlotið nokkuð lof fjölmiðla vestanhafs. Bannon, sem er kaupsýslumaður og fjölmiðlamógúll, hafði yfirumsjón með kosningaherferð Trumps. Hann rekur vefmiðilinn Breitbart News sem er þekktur fyrir þjóðernishyggju, kynþáttahyggju og samsæriskenningar í umfjöllun sinni. Fjölmiðlar gagnrýndu í gær skipan Bannons vegna þessa. New York Times hefur tekið saman lista yfir mögulega menn í fleiri embætti sem Trump mun skipa í. Meðal annars er því spáð að Newt Gingrich, fyrrverandi forseti bandaríska þingsins, gæti orðið utanríkisráðherra, og að Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og stuðningsmaður Trumps, gæti orðið viðskiptaráðherra. Evrópskir stjórnmálamenn eru nú farnir að láta í ljósi skoðanir sínar á Trump. Utanríkisráðherrar innan Evrópusambandsins segjast eiga von á sterkri samvinnu við Bandaríkin eftir að hafa fundað um kjör Trumps. BBC greinir frá því að ráðherrarnir hafi komið saman á sunnudagskvöld og að þeir hafi rætt óformlega um Trump. Þeir segjast þó þurfa að vita meira um hverjar áætlanir Trumps séu. Á meðan á kosningabaráttu Trumps stóð gaf hann í skyn að Bandaríkin myndu ekki sjálfkrafa koma öðru NATO-ríki til bjargar ef það yrði fyrir árás. Yfirlýsingar utanríkisráðherranna stangast verulega á við skoðun Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann varaði við því á föstudag að kjör Trumps gæti komið tengslum milli Evrópu og Bandaríkjanna í uppnám. Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, fundaði með Donald Trump um helgina. Hann tísti í kjölfarið að það hefði verið mikill heiður að fá að eyða tíma með Trump og að hann væri viss um að hann yrði góður forseti. Fundurinn var litinn hornauga af ráðamönnum í Bretlandi þar sem Farage hitti Trump á undan forsætisráðherra Bretlands og öðrum hátt settum stjórnmálamönnum. Farage bauðst síðan til að kynna breska stjórnmálamenn fyrir Trump en Theresa May forsætisráðherra hefur afþakkað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30 Obama biður fólk um að gefa Trump tækifæri Barack Obama Bandaríkjaforseti segir engan vafa á öðru en að hann hafi áhyggjur af forsetatíð nýkjörins forseta landsins, Donalds Trump 14. nóvember 2016 23:44 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30
Obama biður fólk um að gefa Trump tækifæri Barack Obama Bandaríkjaforseti segir engan vafa á öðru en að hann hafi áhyggjur af forsetatíð nýkjörins forseta landsins, Donalds Trump 14. nóvember 2016 23:44