Erlent

Telja Åkesson skilningsríkastan

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata.
Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata. vísir/afp
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, er sá flokksleiðtogi sem flestir telja að skilji aðstæður „venjulegra kjósenda“. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar á vegum Nordic PA Research.

Alls telja 48 prósent að Åkesson sé skilningsríkastur en 31 prósent telur að leiðtogi Vinstri flokksins, Jonas Sjöstedt, skilji venjulega kjósendur. Tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, telja að Stefan Löfven forsætisráðherra skilji aðstæður kjósenda. Samsvarandi tala fyrir leiðtoga hægri manna, Önnu Kinberg Batra, er 13 prósent.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×