Erlent

Skotárásum í Svíþjóð fjölgar

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Sænsk lögregla að störfum.
Sænsk lögregla að störfum. vísir/afp
Nær eitt þúsund skotárásir hafa verið gerðar í Stokkhólmi, Gautaborg og Malmö á fimm árum. Að minnsta kosti 355 hafa særst í árásunum 948 og 71 hefur látið lífið.

Þegar vitað er hver árásarmaðurinn er hefur í þriðjungi tilfellanna verið hægt að sýna fram á tengsl við skipulagða glæpastarfsemi, að því er segir í grein fimm háttsettra lögreglumanna og afbrotafræðinga í Dagens Nyheter.

Æ sjaldnar tekst að leysa morðmálin. Í upphafi tíunda áratugar síðustu aldrar tókst að leysa um 90 prósent málanna en eftir 2010 undir 25 prósentum.

Greinarhöfundar fara fram á aukið fjármagn til baráttunnar við skipulagða glæpastarfsemi. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×