Enski boltinn

Leikmenn United þeir launahæstu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic hefur það vafalaust gott hjá Manchester United.
Zlatan Ibrahimovic hefur það vafalaust gott hjá Manchester United. Vísir/Getty
Ekkert knattspyrnufélag í heiminum borgar leikmönnum sínum hærri laun en Manchester United. Þetta kom fram í úttekt Global Sports Salaries Survay en niðurstöður hennar voru birtar nýverið.

Úttektin hefur verið framkvæmd árlega undanfarin sjö ár og er þetta í fyrsta sinn sem að United er efst knattspyrnufélaga á þessum lista.

United var í sjötta sæti í fyrra en í fjórða sæti nú, á eftir Cleveland Cavaliers (NBA), New York Yankees (MLB) og LA Clippers (NBA).

Sjálfsagt hefur koma þeirra Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba til United í sumar haft mikið að segja en meðalárslaun leikmanns hjá United er 5,7 milljónir punda - jafnvirði 815 milljóna króna.

Skýrsluna má nálgast hér en þar má sjá að bandarísk atvinnumannalið, sérsatklega í NBA-deildinni, eru afar fyrirferðamikil á listanum.

Aðeins tvö önnur knattspyrnulið komast á topp tíu listann en það eru Barcelona og Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×