Enski boltinn

Depay útilokar ekki Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Memphis Depay hefur ekki átt sjö dagana sæla með Manchester United á tímabilinu. Hann hefur komið sögu í sjö leikjum í öllum keppnum á tímabillinu og spilað aðeins 126 mínútur - þar af 55 í enska deildabikarnum.

Depay skoraði þó tvö mörk í 3-1 sigri Hollands á Lúxemborg um helgina en mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Eftir leikinn var hann spurður út í ummæli Ronald Koeman, stjóra Everton, sem viðurkenndi að hann myndi gjarnan vilja fá Depay í sitt lið.

Sjá einnig: Koeman hefur áhuga á landa sínum hjá Man Utd

„Ég veit það ekki. Við verðum að sjá til. Ég ætla að einbeita mér að United og gera mitt besta til að fá fleiri mínútur,“ sagði Depay við fjölmiðla eftir leik í gær.

„Ég fer núna aftur til Manchester með góða tilfinningu, vegna þessa að ég fékk að spila og við unnum. Það skiptir allra mestu máli,“ sagði Hollendingurinn enn fremur.

Depay er 22 ára gamall sóknarmaður sem gekk í raðir United frá PSV Eindhoven árið 2015. Hann skoraði alls sjö mörk í 45 leikjum í öllum keppnum á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×