Trump skipar Priebus starfsmannastjóra Hvíta hússins Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 13. nóvember 2016 22:51 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur greint frá því að Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblíkanaflokksins, muni gegna starfi starfsmnannastjóra Hvíta hússins.. The New York Times greinir frá þessu. Í yfirlýsingu frá Trump kemur einnig fram að hann hafi skipað Stephen Bannon yfirmann stefnumótunnar ríkisstjórnarinnar. Preibus og Bannon gegndu báðir veigamiklu hlutverki í kosningaherferð Trumps. Hinn fyrrnefndi var kjörinn formaður landsnefndar Repúblíkanaflokksins árið 2011 og telja fjölmiðlar vestanhafs að hann hafi að vissu leyti brúað bilið milli Trumps og Repúblíkanaflokksins í kosningabaráttunni.Bannon, sem er kaupsýslumaður og fjölmiðlamógúll, hafði yfirumsjá með kosningaherferð Trumps. Bannon stendur utan Repúblíkanaflokksins og hefur raunar löngum gagnrýnt flokkinn. Sú staðreynd er talin ein helsta ástæða þess að Trump kaus Priebus umfram Bannon sem yfirmann forsetaembættisins. Bannon rekur vefmiðilinn Breitbart News sem er þekktur fyrir þjóðernishyggju, kynþáttahyggju og samsæriskenningar í umfjöllun sinni. Vefmiðillinn hefur meðal annars borið fóstureyðingar saman við helförina og smánað fórnarlömb kvenna sem hafa orðið fyrir áreitni á netinu.Hlakka til samstarfsins „Við áttum mjög gott samstarf í kosningaherferðinni, herferð sem leiddi okkur til sigurs,“ sagði Bannon þegar tilkynnt hafði verið um skipun hans. „Slíkt samstarf mun verða til þess að áherslumál Trumps sem forseta nái fram að ganga,“ sagði hann. Preibus er einnig fullur eftirvæntingar og lýsti því yfir þegar valið var kunngjört að „hann hlakkaði til þess að skapa hagkerfi sem virkar fyrir alla, að treysta landamærin, afnema Obamacare og útrýma hryðjuverkum róttækra múslima.“ Þeir Bannon og Trump eru þeir fyrstu sem Trump skipar í ríkisstjórn sína. Líkur eru á að Trump tilkynni um skipan fleiri embættismanna á næstu dögum. Donald Trump Tengdar fréttir Trump byrjaður að hugsa um ríkisstjórn Donald Trump þarf að fylla í um fjögur þúsund stöður þegar hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. 10. nóvember 2016 15:06 Hugsanlegir ráðherrar í stjórn Trumps Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru farnir að birta vangaveltur sínar um það hverjir gætu orðið fyrir valinu í ríkisstjórn með Donald Trump. Nýja stjórnin hefur öruggan meirihluta Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings í 12. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur greint frá því að Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblíkanaflokksins, muni gegna starfi starfsmnannastjóra Hvíta hússins.. The New York Times greinir frá þessu. Í yfirlýsingu frá Trump kemur einnig fram að hann hafi skipað Stephen Bannon yfirmann stefnumótunnar ríkisstjórnarinnar. Preibus og Bannon gegndu báðir veigamiklu hlutverki í kosningaherferð Trumps. Hinn fyrrnefndi var kjörinn formaður landsnefndar Repúblíkanaflokksins árið 2011 og telja fjölmiðlar vestanhafs að hann hafi að vissu leyti brúað bilið milli Trumps og Repúblíkanaflokksins í kosningabaráttunni.Bannon, sem er kaupsýslumaður og fjölmiðlamógúll, hafði yfirumsjá með kosningaherferð Trumps. Bannon stendur utan Repúblíkanaflokksins og hefur raunar löngum gagnrýnt flokkinn. Sú staðreynd er talin ein helsta ástæða þess að Trump kaus Priebus umfram Bannon sem yfirmann forsetaembættisins. Bannon rekur vefmiðilinn Breitbart News sem er þekktur fyrir þjóðernishyggju, kynþáttahyggju og samsæriskenningar í umfjöllun sinni. Vefmiðillinn hefur meðal annars borið fóstureyðingar saman við helförina og smánað fórnarlömb kvenna sem hafa orðið fyrir áreitni á netinu.Hlakka til samstarfsins „Við áttum mjög gott samstarf í kosningaherferðinni, herferð sem leiddi okkur til sigurs,“ sagði Bannon þegar tilkynnt hafði verið um skipun hans. „Slíkt samstarf mun verða til þess að áherslumál Trumps sem forseta nái fram að ganga,“ sagði hann. Preibus er einnig fullur eftirvæntingar og lýsti því yfir þegar valið var kunngjört að „hann hlakkaði til þess að skapa hagkerfi sem virkar fyrir alla, að treysta landamærin, afnema Obamacare og útrýma hryðjuverkum róttækra múslima.“ Þeir Bannon og Trump eru þeir fyrstu sem Trump skipar í ríkisstjórn sína. Líkur eru á að Trump tilkynni um skipan fleiri embættismanna á næstu dögum.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump byrjaður að hugsa um ríkisstjórn Donald Trump þarf að fylla í um fjögur þúsund stöður þegar hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. 10. nóvember 2016 15:06 Hugsanlegir ráðherrar í stjórn Trumps Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru farnir að birta vangaveltur sínar um það hverjir gætu orðið fyrir valinu í ríkisstjórn með Donald Trump. Nýja stjórnin hefur öruggan meirihluta Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings í 12. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Trump byrjaður að hugsa um ríkisstjórn Donald Trump þarf að fylla í um fjögur þúsund stöður þegar hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. 10. nóvember 2016 15:06
Hugsanlegir ráðherrar í stjórn Trumps Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru farnir að birta vangaveltur sínar um það hverjir gætu orðið fyrir valinu í ríkisstjórn með Donald Trump. Nýja stjórnin hefur öruggan meirihluta Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings í 12. nóvember 2016 07:00