Strákarnir misstu af gullnu tækifæri í Króatíu Henry Birgir Gunnarsson í Zagreb skrifar 14. nóvember 2016 06:00 Íslensku miðverðirnir Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason í skallabaráttu við Króatann Domagoj Vida. Vísir/AFP Leikmenn íslenska liðsins gengu svekktir af velli á Maksimir-vellinum í Zagreb um helgina. Það líka skiljanlega því Króatarnir gáfu færi á sér. Það var svo sannarlega tækifæri til þess að leggja þetta frábæra lið á heimavelli eða að minnsta kosti næla í stig. Strákarnir mættu gríðarlega einbeittir til leiks. Gylfi Þór kominn í fremstu víglínu og var fljótur að koma sér í færi. Heimir þjálfari hefði klárlega viljað nota Gylfa frekar á miðjunni en miðað við meiðslastöðu framherja taldi hann þetta vera besta kostinn og Gylfi hefur skilað þessu hlutverki vel af sér áður.Okkar menn á fullu gasi Völlurinn var tómur og þetta stemningsleysi virtist ekki hafa góð áhrif á Króatana. Þeir virkuðu afar orku- og áhugalausir framan af á meðan okkar menn voru á fullu gasi. Það var því mjög svekkjandi að Króatarnir skyldu komast yfir á 15. mínútu með góðu skoti Brozovic. Eins og Hannes sagði sjálfur hefði hann hugsanlega getað varið þetta skot á sínum besta degi en það er hæpið að ætla að kenna honum um markið. Einu sinni oftar sýndi þetta magnaða lið okkar flottan karakter og hélt áfram að sækja þrátt fyrir áfallið. Baráttan var öll Íslandsmegin. Strákarnir unnu flest einvígin og voru skör framar í nánast öllu nema að skora. Þegar blásið var til leikhlés voru Króatar marki yfir. Svekkjandi staða miðað við hvað fyrri hálfleikur var vel leikinn af íslenska liðinu. Er leikmenn gengu til búningsherbergja sáum við fáu hræðurnar í stúkunni hvað væri að fara að gerast í síðari hálfleik. Hinn magnaði miðjumaður Króata, Luka Modric, var að fara að koma inn á. Sá var fljótur að láta til sín taka og með hann innaborðs tóku heimamenn yfir leikinn.Birkir Bjarnason í baráttu um boltann við Króatann Ivan Rakitic sem er leikmaður Barcelona.Vísir/AFPHelmingi betri með Modric Þetta króatíska lið er frábært en það er helmingi betra með Modric innanborðs. Hann er slíkur lúxusleikmaður. Það leka hreinlega af honum gæðin. Það var því á brattann að sækja en þó svo lítið hafi verið að gerast í sóknarleiknum héldu strákarnir áfram að berjast en þeir voru aðallega í því að elta Króatana. Ísland var þó að fá aukaspyrnur, horn og innköst sem oftar en ekki hefur tekist að nýta en sú var ekki raunin nú. Í lok leiksins fór íslenska liðið eðlilega að taka meiri áhættur og það endaði með því að Brozovic refsaði íslenska liðinu með öðru marki Króata og jarðaði leikinn. Svekkjandi niðurstaða þar sem Króatarnir gáfu höggstað á sér að þessu sinni. Liðið er aftur á móti það gott að til þess að geta lagt þetta frábæra lið að velli á miðlungsdegi þarf lið eins og Ísland að vera með allt sitt í lagi. Það var því miður ekki alveg þannig. Það vantaði einfaldlega ákveðin gæði fram á við. Menn sem geta stigið upp og skorað.Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á Maksimir-leikvanginum á laugardaginn.Vísir/AFPMunar um gæðaleikmenn Ef Kolbeinn eða Alfreð hefðu spilað með liðinu í þessum leik hef ég trú á því að íslenska liðið hefði skorað. Tala ekki um ef þeir hefðu haft Gylfa fyrir aftan sig. Ef og hefði vissulega en það munar auðvitað um þessa gæðaleikmenn. Samvinna Arons Einars og Birkis Bjarnasonar á miðjunni olli nokkrum vonbrigðum en þeir náðu alls ekki eins vel saman og maður hafði haldið. Aron Einar drjúgur að mörgu leyti, líkt og hann er vanur, en Birkir var fjarri sínu besta að þessu sinni, því miður. Það hjálpaði heldur ekki til að bakverðirnir Birkir Már og Hörður Björgvin voru ákaflega ósannfærandi og færðu liðinu lítið að þessu sinni. Hópurinn er vissulega að breikka hjá landsliðinu en við sjáum í svona leikjum að það er einfaldlega oft á tíðum of mikill gæðamunur á þeim sem eru að koma inn og þeim sem eru fastagestir að sæti í liðinu.Merki um skref fram á við Strákarnir vissu sem er að þeir misstu af gullnu tækifæri í þessum leik til þess að ná sögulegum árangri gegn Króatíu. En þrátt fyrir skakkaföllin voru þeir nálægt því og það er enn eitt merkið um að þetta lið sé sífellt að taka skref fram á við. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Leikmenn íslenska liðsins gengu svekktir af velli á Maksimir-vellinum í Zagreb um helgina. Það líka skiljanlega því Króatarnir gáfu færi á sér. Það var svo sannarlega tækifæri til þess að leggja þetta frábæra lið á heimavelli eða að minnsta kosti næla í stig. Strákarnir mættu gríðarlega einbeittir til leiks. Gylfi Þór kominn í fremstu víglínu og var fljótur að koma sér í færi. Heimir þjálfari hefði klárlega viljað nota Gylfa frekar á miðjunni en miðað við meiðslastöðu framherja taldi hann þetta vera besta kostinn og Gylfi hefur skilað þessu hlutverki vel af sér áður.Okkar menn á fullu gasi Völlurinn var tómur og þetta stemningsleysi virtist ekki hafa góð áhrif á Króatana. Þeir virkuðu afar orku- og áhugalausir framan af á meðan okkar menn voru á fullu gasi. Það var því mjög svekkjandi að Króatarnir skyldu komast yfir á 15. mínútu með góðu skoti Brozovic. Eins og Hannes sagði sjálfur hefði hann hugsanlega getað varið þetta skot á sínum besta degi en það er hæpið að ætla að kenna honum um markið. Einu sinni oftar sýndi þetta magnaða lið okkar flottan karakter og hélt áfram að sækja þrátt fyrir áfallið. Baráttan var öll Íslandsmegin. Strákarnir unnu flest einvígin og voru skör framar í nánast öllu nema að skora. Þegar blásið var til leikhlés voru Króatar marki yfir. Svekkjandi staða miðað við hvað fyrri hálfleikur var vel leikinn af íslenska liðinu. Er leikmenn gengu til búningsherbergja sáum við fáu hræðurnar í stúkunni hvað væri að fara að gerast í síðari hálfleik. Hinn magnaði miðjumaður Króata, Luka Modric, var að fara að koma inn á. Sá var fljótur að láta til sín taka og með hann innaborðs tóku heimamenn yfir leikinn.Birkir Bjarnason í baráttu um boltann við Króatann Ivan Rakitic sem er leikmaður Barcelona.Vísir/AFPHelmingi betri með Modric Þetta króatíska lið er frábært en það er helmingi betra með Modric innanborðs. Hann er slíkur lúxusleikmaður. Það leka hreinlega af honum gæðin. Það var því á brattann að sækja en þó svo lítið hafi verið að gerast í sóknarleiknum héldu strákarnir áfram að berjast en þeir voru aðallega í því að elta Króatana. Ísland var þó að fá aukaspyrnur, horn og innköst sem oftar en ekki hefur tekist að nýta en sú var ekki raunin nú. Í lok leiksins fór íslenska liðið eðlilega að taka meiri áhættur og það endaði með því að Brozovic refsaði íslenska liðinu með öðru marki Króata og jarðaði leikinn. Svekkjandi niðurstaða þar sem Króatarnir gáfu höggstað á sér að þessu sinni. Liðið er aftur á móti það gott að til þess að geta lagt þetta frábæra lið að velli á miðlungsdegi þarf lið eins og Ísland að vera með allt sitt í lagi. Það var því miður ekki alveg þannig. Það vantaði einfaldlega ákveðin gæði fram á við. Menn sem geta stigið upp og skorað.Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á Maksimir-leikvanginum á laugardaginn.Vísir/AFPMunar um gæðaleikmenn Ef Kolbeinn eða Alfreð hefðu spilað með liðinu í þessum leik hef ég trú á því að íslenska liðið hefði skorað. Tala ekki um ef þeir hefðu haft Gylfa fyrir aftan sig. Ef og hefði vissulega en það munar auðvitað um þessa gæðaleikmenn. Samvinna Arons Einars og Birkis Bjarnasonar á miðjunni olli nokkrum vonbrigðum en þeir náðu alls ekki eins vel saman og maður hafði haldið. Aron Einar drjúgur að mörgu leyti, líkt og hann er vanur, en Birkir var fjarri sínu besta að þessu sinni, því miður. Það hjálpaði heldur ekki til að bakverðirnir Birkir Már og Hörður Björgvin voru ákaflega ósannfærandi og færðu liðinu lítið að þessu sinni. Hópurinn er vissulega að breikka hjá landsliðinu en við sjáum í svona leikjum að það er einfaldlega oft á tíðum of mikill gæðamunur á þeim sem eru að koma inn og þeim sem eru fastagestir að sæti í liðinu.Merki um skref fram á við Strákarnir vissu sem er að þeir misstu af gullnu tækifæri í þessum leik til þess að ná sögulegum árangri gegn Króatíu. En þrátt fyrir skakkaföllin voru þeir nálægt því og það er enn eitt merkið um að þetta lið sé sífellt að taka skref fram á við.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira