Erlent

Andvígismaður Trump skotinn á mótmælum í Portland

Anton Egilsson skrifar
Kjöri Trumps hefur verið mótmælt víða í Bandaríkjunum.
Kjöri Trumps hefur verið mótmælt víða í Bandaríkjunum. Vísir/AFP
Þúsundir manna hafa komið saman víðs vegar um Bandaríkin í vikunni  til að mótmæla kjöri Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. Fjölmenn mótmæli hafa meðal annars farið fram á götum New York borgar, í Chicago og í Oakland í Kaliforníu.

Fréttaveitan Reuters greinir frá því að einn þátttakandi í mótmælagöngu í borginni Portland í Oregon hafi orðið fyrir skotárás.

Segir í tilkynningu frá lögreglu að mótmælandinn hafi ásamt fjölda fólks verið að ganga yfir Morrison brúnna í Portland þegar maður stígur út úr bíl sínum og skýtur hann. Var mótmælandinn fluttur á spítala í kjölfarið en áverkar hans eru ekki taldir lífshættulegir. Árásarmaðurinn leikur enn lausum hala.  

Um fjögur þúsund manns voru á götum Portland þar sem rúður voru brotnar og eldar voru kveiktir. Lögreglan í borginni segir mótmælin hafa orðið að óeirðum.

Donald Trump segir á Twitter að um „atvinnumótmælendur“ sé að ræða og að þeir séu hvattir áfram af fjölmiðlum. Þá segir hann mótmælin vera „mjög ósanngjörn.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×