Ástandið á Íslandi um 1770 Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2016 08:30 Þær Hrefna og Jóhanna eru ritstjórar útgáfu á skjölum landsnefndarinnar fyrri. Nýlega kom út 2. bindið af sex. Vísir/GVA Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, opnar ráðstefnu klukkan 13 í dag í Þjóðskjalasafninu að Laugavegi 162 um skjöl landsnefndarinnar fyrri. Að sögn Hrefnu Róbertsdóttur sagnfræðings er í þeim skjölum fjallað um allt sem snýr að íslensku samfélagi á seinni hluta 18. aldar, heilbrigðismál, vegi, hafnir, landbúnað, verslun samskipti við kaupmenn og embættismenn, handverk og allt mögulegt. „Þarna koma fram ábendingar og upplýsingar frá almenningi sem alla jafna hafði ekki rödd. Sumar eru skrifaðar í orðastað vinnufólks og lýsa lélegum aðbúnaði þess.“ segir hún. Ráðstefnan er haldin í tilefni af útkomu annars bindisins af sex í heildarútgáfu skjalanna, á vegum Sögufélags, Þjóðskjalasafnsins og Ríkisskjalasafns Danmerkur. Þær Hrefna og Jóhanna Guðmundsdóttir hjá Þjóðskjalasafninu hafa unnið að útgáfunni. Hrefna segir ekki hafa verið mikið fjallað um þessi skjöl áður en þeirra hafi verið aflað í upphafi af þriggja manna nefnd sem danski konungurinn sendi til Íslands. „Þessir menn dvöldu hér frá vorinu 1770 til haustsins 1771 og voru fyrstu íbúar tukthússins við Arnarhól sem nú hýsir Stjórnarráðið. Það sem þeir gerðu var að skrifa tilskipun sem lesa átti upp í öllum kirkjum og á öllum manntalsþingum þar sem óskað var eftir ábendingum og skrifum frá prestum og almenningi. Einnig skrifuðu þeir embættismönnum og lögðu fyrir þá spurningar. Upp úr þessu kemur 4000 síðna heimildasafn. Það er skrifað með 18. aldar skrift og hefur verið frekar óaðgengilegt fyrir aðra en nokkra sagnfræðinga sem hafa getað lesið það.“ Sýnishorn úr skjalasafninu: Bréf: Séra Jón Hannesson í Marteinstungu skrifar um húsaga og leiðir til viðreisnar landinu 11.5.1771. „Það er hryggilegt að vita hvað mikið peningatjón og heilsuspilling brennivín gjörir íslenskum auk stórrar óvirðingar oftlega þar af rísandi. Ég vildi óska brennivín flyttist ei til Íslands nema af skornasta skammti og til öngra seljast utan læknara, er framvísa kunna rigtugu atteste að vit og leyfi hafi að höndla með læknisdóma. Síðst vildi ég brennivín mætti brúkast til brúðlaupa og erfisdrykkju.“ (Landsnefndin fyrri II, Rvk. 2016, bls. 528). Greinin birtist fyrst 12. nóvember 2016. Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, opnar ráðstefnu klukkan 13 í dag í Þjóðskjalasafninu að Laugavegi 162 um skjöl landsnefndarinnar fyrri. Að sögn Hrefnu Róbertsdóttur sagnfræðings er í þeim skjölum fjallað um allt sem snýr að íslensku samfélagi á seinni hluta 18. aldar, heilbrigðismál, vegi, hafnir, landbúnað, verslun samskipti við kaupmenn og embættismenn, handverk og allt mögulegt. „Þarna koma fram ábendingar og upplýsingar frá almenningi sem alla jafna hafði ekki rödd. Sumar eru skrifaðar í orðastað vinnufólks og lýsa lélegum aðbúnaði þess.“ segir hún. Ráðstefnan er haldin í tilefni af útkomu annars bindisins af sex í heildarútgáfu skjalanna, á vegum Sögufélags, Þjóðskjalasafnsins og Ríkisskjalasafns Danmerkur. Þær Hrefna og Jóhanna Guðmundsdóttir hjá Þjóðskjalasafninu hafa unnið að útgáfunni. Hrefna segir ekki hafa verið mikið fjallað um þessi skjöl áður en þeirra hafi verið aflað í upphafi af þriggja manna nefnd sem danski konungurinn sendi til Íslands. „Þessir menn dvöldu hér frá vorinu 1770 til haustsins 1771 og voru fyrstu íbúar tukthússins við Arnarhól sem nú hýsir Stjórnarráðið. Það sem þeir gerðu var að skrifa tilskipun sem lesa átti upp í öllum kirkjum og á öllum manntalsþingum þar sem óskað var eftir ábendingum og skrifum frá prestum og almenningi. Einnig skrifuðu þeir embættismönnum og lögðu fyrir þá spurningar. Upp úr þessu kemur 4000 síðna heimildasafn. Það er skrifað með 18. aldar skrift og hefur verið frekar óaðgengilegt fyrir aðra en nokkra sagnfræðinga sem hafa getað lesið það.“ Sýnishorn úr skjalasafninu: Bréf: Séra Jón Hannesson í Marteinstungu skrifar um húsaga og leiðir til viðreisnar landinu 11.5.1771. „Það er hryggilegt að vita hvað mikið peningatjón og heilsuspilling brennivín gjörir íslenskum auk stórrar óvirðingar oftlega þar af rísandi. Ég vildi óska brennivín flyttist ei til Íslands nema af skornasta skammti og til öngra seljast utan læknara, er framvísa kunna rigtugu atteste að vit og leyfi hafi að höndla með læknisdóma. Síðst vildi ég brennivín mætti brúkast til brúðlaupa og erfisdrykkju.“ (Landsnefndin fyrri II, Rvk. 2016, bls. 528). Greinin birtist fyrst 12. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira