Ólafía Þórunn: Þá veit ég að næsta ár mun líta vel út fyrir mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2016 06:30 Púttað í menguninni Ólafía Þórunn á DLF-vellinum í Gurgaon í gær. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti eftirminnilega helgi er hún keppti á sterku móti Evrópumótaraðarinnar í golfi í Abú Dabí. Eftir að hafa leitt fyrstu tvo dagana gaf hún eftir og hafnaði að lokum í 26. sæti. Er það næstbesti árangur hennar á fyrsta keppnistímabili hennar á Evrópumótaröðinni en árangurinn gaf henni mestar tekjur sem hún hefur haft af einu móti í ár, um 650 þúsund krónur. Ólafía keppti í Kína fyrir tveimur vikum, svo í Abú Dabí um síðustu helgi og er nú komin til Indlands, þar sem hún keppir á Hero Women’s Indian Open sem hefst í dag. „Ég fann fyrir ferðaþreytu og tímamismuninum þegar ég kom fyrst til Kína, sérstaklega þar sem ég fékk aðeins einn dag til að undirbúa mig fyrir það mót,“ sagði Ólafía Þórunn í samtali við Fréttablaðið í gær en þá var hún að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir mótið í dag. Ólafía Þórunn segir að hún hafi verið fljót að jafna sig á því að spila hinum megin á hnettinum, enda dvelur hún lengst af í Evrópu, annaðhvort á Íslandi eða í Þýskalandi. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Kína, þar sem völlurinn hentaði henni illa að eigin sögn, en komst svo á mikið flug í Abú Dabí.Dauðahola á sautjándu „Sá völlur er geggjaður og afar skemmtilega hannaður. Hann leyfði manni að taka smá áhættu,“ segir Ólafía Þórunn sem bætir við að völlurinn á Indlandi líkist ekki neinu sem hún hefur áður kynnst og hefur hún spilað víða á ferlinum. „Þetta er klikkaður völlur,“ segir hún í léttum dúr. „Til dæmis er sautjánda holan þannig að maður slær yfir vatn á litla braut. Flötin er svo 40 metrum fyrir ofan mann og pínulítil þar að auki. Maður sér því ekkert hvert maður er að slá í innáhögginu. Þetta er alger dauðahola.“LPGA er stóra markmiðið Ólafía Þórunn er sem stendur í 105. sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni en efstu 80 fá sjálfkrafa þátttökurétt á næsta keppnistímabili. Þetta verður í raun síðasta mót Ólafíu Þórunnar á Evrópumótaröðinni þar sem hún þarf að sleppa móti í Katar til að taka þátt í lokastigi úrtökumótaraðarinnar fyrir bandarísku atvinnumannaröðina, LPGA. „Stærsta markmiðið er auðvitað að komast inn á LPGA. En ég vil samt standa mig vel í þessu móti á Indlandi til að vera örugg með þátttökuréttinn á Evrópumótaröðinni. Þá veit ég að næsta ár mun líta vel út fyrir mig, sama hvað gerist með LPGA,“ segir hún.Orðin betri kylfingur Annar möguleiki er að taka þátt í Symetra-mótaröðinni. Það er næststerkasta mótaröð Bandaríkjanna og er Ólafía Þórunn nú þegar með öruggan þátttökurétt á henni, sama hvað gerist á öðrum vígstöðum. „Ég er ekki viss um að ég myndi flytja ein til Bandaríkjanna fyrir Symetra,“ segir hún en kærasti hennar er þýskur og flakka þau á milli Þýskalands og Íslands, þar sem hann er í námi. „Mér finnst Evróputúrinn mjög skemmtilegur og myndi gjarnan vilja spila aftur á honum.“ Ólafía Þórunn er ánægð með árið, sama hvernig fer um helgina. „Ég er orðin mun betri kylfingur og hef lært meira inn á sjálfa mig. Ég er mun reynslumeiri og betur sett til að takast á við hvað sem er í framtíðinni,“ segir hún. Golf Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti eftirminnilega helgi er hún keppti á sterku móti Evrópumótaraðarinnar í golfi í Abú Dabí. Eftir að hafa leitt fyrstu tvo dagana gaf hún eftir og hafnaði að lokum í 26. sæti. Er það næstbesti árangur hennar á fyrsta keppnistímabili hennar á Evrópumótaröðinni en árangurinn gaf henni mestar tekjur sem hún hefur haft af einu móti í ár, um 650 þúsund krónur. Ólafía keppti í Kína fyrir tveimur vikum, svo í Abú Dabí um síðustu helgi og er nú komin til Indlands, þar sem hún keppir á Hero Women’s Indian Open sem hefst í dag. „Ég fann fyrir ferðaþreytu og tímamismuninum þegar ég kom fyrst til Kína, sérstaklega þar sem ég fékk aðeins einn dag til að undirbúa mig fyrir það mót,“ sagði Ólafía Þórunn í samtali við Fréttablaðið í gær en þá var hún að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir mótið í dag. Ólafía Þórunn segir að hún hafi verið fljót að jafna sig á því að spila hinum megin á hnettinum, enda dvelur hún lengst af í Evrópu, annaðhvort á Íslandi eða í Þýskalandi. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Kína, þar sem völlurinn hentaði henni illa að eigin sögn, en komst svo á mikið flug í Abú Dabí.Dauðahola á sautjándu „Sá völlur er geggjaður og afar skemmtilega hannaður. Hann leyfði manni að taka smá áhættu,“ segir Ólafía Þórunn sem bætir við að völlurinn á Indlandi líkist ekki neinu sem hún hefur áður kynnst og hefur hún spilað víða á ferlinum. „Þetta er klikkaður völlur,“ segir hún í léttum dúr. „Til dæmis er sautjánda holan þannig að maður slær yfir vatn á litla braut. Flötin er svo 40 metrum fyrir ofan mann og pínulítil þar að auki. Maður sér því ekkert hvert maður er að slá í innáhögginu. Þetta er alger dauðahola.“LPGA er stóra markmiðið Ólafía Þórunn er sem stendur í 105. sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni en efstu 80 fá sjálfkrafa þátttökurétt á næsta keppnistímabili. Þetta verður í raun síðasta mót Ólafíu Þórunnar á Evrópumótaröðinni þar sem hún þarf að sleppa móti í Katar til að taka þátt í lokastigi úrtökumótaraðarinnar fyrir bandarísku atvinnumannaröðina, LPGA. „Stærsta markmiðið er auðvitað að komast inn á LPGA. En ég vil samt standa mig vel í þessu móti á Indlandi til að vera örugg með þátttökuréttinn á Evrópumótaröðinni. Þá veit ég að næsta ár mun líta vel út fyrir mig, sama hvað gerist með LPGA,“ segir hún.Orðin betri kylfingur Annar möguleiki er að taka þátt í Symetra-mótaröðinni. Það er næststerkasta mótaröð Bandaríkjanna og er Ólafía Þórunn nú þegar með öruggan þátttökurétt á henni, sama hvað gerist á öðrum vígstöðum. „Ég er ekki viss um að ég myndi flytja ein til Bandaríkjanna fyrir Symetra,“ segir hún en kærasti hennar er þýskur og flakka þau á milli Þýskalands og Íslands, þar sem hann er í námi. „Mér finnst Evróputúrinn mjög skemmtilegur og myndi gjarnan vilja spila aftur á honum.“ Ólafía Þórunn er ánægð með árið, sama hvernig fer um helgina. „Ég er orðin mun betri kylfingur og hef lært meira inn á sjálfa mig. Ég er mun reynslumeiri og betur sett til að takast á við hvað sem er í framtíðinni,“ segir hún.
Golf Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira