Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.
Átta skólar stigu á stokk með frumsamin atriði samin af unglingum. Skólarnir sem komust áfram í kvöld voru Ingunnarskóli og Hagaskóli. Alls hafa 650 unglingar stigið á svið Borgarleikhússins á undankvöldunum.
Borgarleikhúsið var þétt setið unglingum úr 8., 9. og 10. bekk sem studdu sína skóla vel áfram. Átta grunnskólar munu keppa til úrslita í Skrekk mánudaginn 14. nóvember, en alls taka 24 skólar þátt í keppninni. Úrslitunum verður sjónvarpað beint á RÚV.
Nú eru því Ölduselsskóli, Árbæjarskóli, Hlíðaskóli og Réttarholtsskóli, Ingunnarskóli og Hagaskóli komnir áfram. Á morgun fá að auki tveir skólar að frétta að þeir hafi komist áfram en þá verður tilkynnt um val á tveimur atriðum til viðbótar sem dómnefnd velur áfram af þeim 24 atriðum sem stigu á svið Borgarleikhússins á undankvöldunum þremur.
Meðfylgjandi eru myndir af þeim atriðum sem komust áfram.
Ingunnarskóli og Hagaskóli komust áfram í Skrekk

Tengdar fréttir

Árbæjarskóli og Ölduselsskóli áfram í Skrekk
Annað undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.