Jamie Oliver opnar veitingastað á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2016 16:00 Jamie Oliver ferðaðist um Ísland í febrúar. Mynd/Aðsend Stefnt er að opnun veitingastaðar stjörnukokksins Jamie Oliver á Íslandi. Veitingahúsakeðja Jamie Olivers sem ber nafnið „Jamie´s Italian“ mun opna á Hótel Borg í apríl/maí 2017 ef allt fer að óskum við framkvæmdir. Jamie Oliver er þekktur sjónvarpskokkur. Hann hefur gefið út fjölda matreiðslubóka og rekur keðju veitingastaða um allan heim. Fram kemur í tilkynningu að Jamie´s Italian staðirnir hafi notið mikilla vinsælda um allan heim og eru í miklum vexti. Nú þegar eru 42 veitingastaðir í Bretlandi og um 25 á öðrum mörkuðum eins og Ástralíu, Dubai, Brasilíu. Hver og einn staður hefur sitt eigið auðkenni og eigin hönnunarstíl og mun Jamie´s Italian á Íslandi heiðra Hótel Borg, eitt elsta og virtasta hús borgarinnar í sinni nálgun. Jón Haukur Baldvinsson, einn af forsvarsmönnum Jamie´s Italian á Íslandi segir meðal annars: „Ímynd Íslands sem matvælaland með allri sinni fegurð og hreinleika í bland við mikla grósku á veitingamarkaðnum á vel við ímynd Jamie Oliver sem er mikill talsmaður sjálfbærnar matvælaframleiðslu sem og upprunarvottunar afurða sem hann gerir gríðarlegar miklar kröfur til og er engu hliðrar til í þeim efnum." „Ég er virkilega spenntur að koma með Jamie´s Italian til Íslands," segir Jamie Oliver í tilkynningu. „Reykjavík er svo falleg borg með ríka arfleið, frábæra matarmenning þar sem alvöru ástríða fyrir sér-íslenskum hráefnum, sem hentar okkur fullkomnlega. Við höfum fengið það einstaka tækifæri að opna á hinu virðulega Hótel Borg sem skipar svo stóran sess í menningu Reykjavíkur og það er okkur mikill heiður. Þegar við opnum dyrnar, þá munum við bera fram einfalda og hagkvæman Ítalskan mat fyrir alla fjölskylduna sem er gerð úr bestu mögulegum hráefnum sem við komumst í. Ég get ekki beðið að opna á Íslandi.“Einfaldur matur fyrir alla fjölskyldunaJamie´s Italian byrjaði sem samstarfs á milli Jamie Oliver og lærimeistara hans, Gennero Contaldo. Sú hugmynd var sköpuð í kringum „Italian table“ – sem er einfaldur matur sem öll fjölskyldan getur notið saman. Jamie´s Italian Reykjavik mun bera fram klassíska og einfalda ítalska rétti með hinu fræga handbragð Jamie´s þar sem áherslan er lögð á fersk árstíðabundin hráefni. Eins og Vísir greindi frá var Jamie Oliver í nokkra daga á Íslandi í byrjun árs. Samkvæmt heimildum Vísis var hann að skoða mögulega staði fyrir veitingastaðinn á þeim tíma. Hann birti nokkrar myndir frá ferðinni á samfélagsmiðlum. Hann birti meðal annars mynd af Hallgrímskirkju á Instagram. Við myndina ritaði hann á ensku “Very Cool church design in Iceland - be cool with a bakery at the bottom” sem á íslensku gæti útlagst: „Mjög kúl hönnun á kirkju á Íslandi – væri kúl að hafa bakarí á neðstu hæðinni.“ Very Cool church design in Iceland - be cool with a bakery at the bottom A photo posted by Jamie Oliver (@jamieoliver) on Feb 24, 2016 at 11:11am PST Tengdar fréttir Jamie Oliver faðir í fimmta sinn Fyrir eiga hjónin soninn Buddy Bear og dæturnar Poppy Honey, Daisy Boo og Petal Blossom. 8. ágúst 2016 10:09 Jamie Oliver væri til í að sjá bakarí í Hallgrímskirkju Breski stjörnukokkurinn Jamie Oliver hefur verið á Íslandi á síðustu daga ásamt eiginkonu sinni, Jools. 24. febrúar 2016 20:37 Jamie Oliver hæstánægður með norðurljósin á Íslandi: „Mögnuð lífsreynsla“ Einn frægasti kokkur í heiminum, Jamie Oliver, hefur verið síðustu daga á landinu en hann birtir í dag mynd af sér á Facebook þar sem sjá má íslensk norðurljós í bakgrunninum. 24. febrúar 2016 10:52 Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Stefnt er að opnun veitingastaðar stjörnukokksins Jamie Oliver á Íslandi. Veitingahúsakeðja Jamie Olivers sem ber nafnið „Jamie´s Italian“ mun opna á Hótel Borg í apríl/maí 2017 ef allt fer að óskum við framkvæmdir. Jamie Oliver er þekktur sjónvarpskokkur. Hann hefur gefið út fjölda matreiðslubóka og rekur keðju veitingastaða um allan heim. Fram kemur í tilkynningu að Jamie´s Italian staðirnir hafi notið mikilla vinsælda um allan heim og eru í miklum vexti. Nú þegar eru 42 veitingastaðir í Bretlandi og um 25 á öðrum mörkuðum eins og Ástralíu, Dubai, Brasilíu. Hver og einn staður hefur sitt eigið auðkenni og eigin hönnunarstíl og mun Jamie´s Italian á Íslandi heiðra Hótel Borg, eitt elsta og virtasta hús borgarinnar í sinni nálgun. Jón Haukur Baldvinsson, einn af forsvarsmönnum Jamie´s Italian á Íslandi segir meðal annars: „Ímynd Íslands sem matvælaland með allri sinni fegurð og hreinleika í bland við mikla grósku á veitingamarkaðnum á vel við ímynd Jamie Oliver sem er mikill talsmaður sjálfbærnar matvælaframleiðslu sem og upprunarvottunar afurða sem hann gerir gríðarlegar miklar kröfur til og er engu hliðrar til í þeim efnum." „Ég er virkilega spenntur að koma með Jamie´s Italian til Íslands," segir Jamie Oliver í tilkynningu. „Reykjavík er svo falleg borg með ríka arfleið, frábæra matarmenning þar sem alvöru ástríða fyrir sér-íslenskum hráefnum, sem hentar okkur fullkomnlega. Við höfum fengið það einstaka tækifæri að opna á hinu virðulega Hótel Borg sem skipar svo stóran sess í menningu Reykjavíkur og það er okkur mikill heiður. Þegar við opnum dyrnar, þá munum við bera fram einfalda og hagkvæman Ítalskan mat fyrir alla fjölskylduna sem er gerð úr bestu mögulegum hráefnum sem við komumst í. Ég get ekki beðið að opna á Íslandi.“Einfaldur matur fyrir alla fjölskyldunaJamie´s Italian byrjaði sem samstarfs á milli Jamie Oliver og lærimeistara hans, Gennero Contaldo. Sú hugmynd var sköpuð í kringum „Italian table“ – sem er einfaldur matur sem öll fjölskyldan getur notið saman. Jamie´s Italian Reykjavik mun bera fram klassíska og einfalda ítalska rétti með hinu fræga handbragð Jamie´s þar sem áherslan er lögð á fersk árstíðabundin hráefni. Eins og Vísir greindi frá var Jamie Oliver í nokkra daga á Íslandi í byrjun árs. Samkvæmt heimildum Vísis var hann að skoða mögulega staði fyrir veitingastaðinn á þeim tíma. Hann birti nokkrar myndir frá ferðinni á samfélagsmiðlum. Hann birti meðal annars mynd af Hallgrímskirkju á Instagram. Við myndina ritaði hann á ensku “Very Cool church design in Iceland - be cool with a bakery at the bottom” sem á íslensku gæti útlagst: „Mjög kúl hönnun á kirkju á Íslandi – væri kúl að hafa bakarí á neðstu hæðinni.“ Very Cool church design in Iceland - be cool with a bakery at the bottom A photo posted by Jamie Oliver (@jamieoliver) on Feb 24, 2016 at 11:11am PST
Tengdar fréttir Jamie Oliver faðir í fimmta sinn Fyrir eiga hjónin soninn Buddy Bear og dæturnar Poppy Honey, Daisy Boo og Petal Blossom. 8. ágúst 2016 10:09 Jamie Oliver væri til í að sjá bakarí í Hallgrímskirkju Breski stjörnukokkurinn Jamie Oliver hefur verið á Íslandi á síðustu daga ásamt eiginkonu sinni, Jools. 24. febrúar 2016 20:37 Jamie Oliver hæstánægður með norðurljósin á Íslandi: „Mögnuð lífsreynsla“ Einn frægasti kokkur í heiminum, Jamie Oliver, hefur verið síðustu daga á landinu en hann birtir í dag mynd af sér á Facebook þar sem sjá má íslensk norðurljós í bakgrunninum. 24. febrúar 2016 10:52 Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Jamie Oliver faðir í fimmta sinn Fyrir eiga hjónin soninn Buddy Bear og dæturnar Poppy Honey, Daisy Boo og Petal Blossom. 8. ágúst 2016 10:09
Jamie Oliver væri til í að sjá bakarí í Hallgrímskirkju Breski stjörnukokkurinn Jamie Oliver hefur verið á Íslandi á síðustu daga ásamt eiginkonu sinni, Jools. 24. febrúar 2016 20:37
Jamie Oliver hæstánægður með norðurljósin á Íslandi: „Mögnuð lífsreynsla“ Einn frægasti kokkur í heiminum, Jamie Oliver, hefur verið síðustu daga á landinu en hann birtir í dag mynd af sér á Facebook þar sem sjá má íslensk norðurljós í bakgrunninum. 24. febrúar 2016 10:52