Jamie Oliver opnar veitingastað á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2016 16:00 Jamie Oliver ferðaðist um Ísland í febrúar. Mynd/Aðsend Stefnt er að opnun veitingastaðar stjörnukokksins Jamie Oliver á Íslandi. Veitingahúsakeðja Jamie Olivers sem ber nafnið „Jamie´s Italian“ mun opna á Hótel Borg í apríl/maí 2017 ef allt fer að óskum við framkvæmdir. Jamie Oliver er þekktur sjónvarpskokkur. Hann hefur gefið út fjölda matreiðslubóka og rekur keðju veitingastaða um allan heim. Fram kemur í tilkynningu að Jamie´s Italian staðirnir hafi notið mikilla vinsælda um allan heim og eru í miklum vexti. Nú þegar eru 42 veitingastaðir í Bretlandi og um 25 á öðrum mörkuðum eins og Ástralíu, Dubai, Brasilíu. Hver og einn staður hefur sitt eigið auðkenni og eigin hönnunarstíl og mun Jamie´s Italian á Íslandi heiðra Hótel Borg, eitt elsta og virtasta hús borgarinnar í sinni nálgun. Jón Haukur Baldvinsson, einn af forsvarsmönnum Jamie´s Italian á Íslandi segir meðal annars: „Ímynd Íslands sem matvælaland með allri sinni fegurð og hreinleika í bland við mikla grósku á veitingamarkaðnum á vel við ímynd Jamie Oliver sem er mikill talsmaður sjálfbærnar matvælaframleiðslu sem og upprunarvottunar afurða sem hann gerir gríðarlegar miklar kröfur til og er engu hliðrar til í þeim efnum." „Ég er virkilega spenntur að koma með Jamie´s Italian til Íslands," segir Jamie Oliver í tilkynningu. „Reykjavík er svo falleg borg með ríka arfleið, frábæra matarmenning þar sem alvöru ástríða fyrir sér-íslenskum hráefnum, sem hentar okkur fullkomnlega. Við höfum fengið það einstaka tækifæri að opna á hinu virðulega Hótel Borg sem skipar svo stóran sess í menningu Reykjavíkur og það er okkur mikill heiður. Þegar við opnum dyrnar, þá munum við bera fram einfalda og hagkvæman Ítalskan mat fyrir alla fjölskylduna sem er gerð úr bestu mögulegum hráefnum sem við komumst í. Ég get ekki beðið að opna á Íslandi.“Einfaldur matur fyrir alla fjölskyldunaJamie´s Italian byrjaði sem samstarfs á milli Jamie Oliver og lærimeistara hans, Gennero Contaldo. Sú hugmynd var sköpuð í kringum „Italian table“ – sem er einfaldur matur sem öll fjölskyldan getur notið saman. Jamie´s Italian Reykjavik mun bera fram klassíska og einfalda ítalska rétti með hinu fræga handbragð Jamie´s þar sem áherslan er lögð á fersk árstíðabundin hráefni. Eins og Vísir greindi frá var Jamie Oliver í nokkra daga á Íslandi í byrjun árs. Samkvæmt heimildum Vísis var hann að skoða mögulega staði fyrir veitingastaðinn á þeim tíma. Hann birti nokkrar myndir frá ferðinni á samfélagsmiðlum. Hann birti meðal annars mynd af Hallgrímskirkju á Instagram. Við myndina ritaði hann á ensku “Very Cool church design in Iceland - be cool with a bakery at the bottom” sem á íslensku gæti útlagst: „Mjög kúl hönnun á kirkju á Íslandi – væri kúl að hafa bakarí á neðstu hæðinni.“ Very Cool church design in Iceland - be cool with a bakery at the bottom A photo posted by Jamie Oliver (@jamieoliver) on Feb 24, 2016 at 11:11am PST Tengdar fréttir Jamie Oliver faðir í fimmta sinn Fyrir eiga hjónin soninn Buddy Bear og dæturnar Poppy Honey, Daisy Boo og Petal Blossom. 8. ágúst 2016 10:09 Jamie Oliver væri til í að sjá bakarí í Hallgrímskirkju Breski stjörnukokkurinn Jamie Oliver hefur verið á Íslandi á síðustu daga ásamt eiginkonu sinni, Jools. 24. febrúar 2016 20:37 Jamie Oliver hæstánægður með norðurljósin á Íslandi: „Mögnuð lífsreynsla“ Einn frægasti kokkur í heiminum, Jamie Oliver, hefur verið síðustu daga á landinu en hann birtir í dag mynd af sér á Facebook þar sem sjá má íslensk norðurljós í bakgrunninum. 24. febrúar 2016 10:52 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Stefnt er að opnun veitingastaðar stjörnukokksins Jamie Oliver á Íslandi. Veitingahúsakeðja Jamie Olivers sem ber nafnið „Jamie´s Italian“ mun opna á Hótel Borg í apríl/maí 2017 ef allt fer að óskum við framkvæmdir. Jamie Oliver er þekktur sjónvarpskokkur. Hann hefur gefið út fjölda matreiðslubóka og rekur keðju veitingastaða um allan heim. Fram kemur í tilkynningu að Jamie´s Italian staðirnir hafi notið mikilla vinsælda um allan heim og eru í miklum vexti. Nú þegar eru 42 veitingastaðir í Bretlandi og um 25 á öðrum mörkuðum eins og Ástralíu, Dubai, Brasilíu. Hver og einn staður hefur sitt eigið auðkenni og eigin hönnunarstíl og mun Jamie´s Italian á Íslandi heiðra Hótel Borg, eitt elsta og virtasta hús borgarinnar í sinni nálgun. Jón Haukur Baldvinsson, einn af forsvarsmönnum Jamie´s Italian á Íslandi segir meðal annars: „Ímynd Íslands sem matvælaland með allri sinni fegurð og hreinleika í bland við mikla grósku á veitingamarkaðnum á vel við ímynd Jamie Oliver sem er mikill talsmaður sjálfbærnar matvælaframleiðslu sem og upprunarvottunar afurða sem hann gerir gríðarlegar miklar kröfur til og er engu hliðrar til í þeim efnum." „Ég er virkilega spenntur að koma með Jamie´s Italian til Íslands," segir Jamie Oliver í tilkynningu. „Reykjavík er svo falleg borg með ríka arfleið, frábæra matarmenning þar sem alvöru ástríða fyrir sér-íslenskum hráefnum, sem hentar okkur fullkomnlega. Við höfum fengið það einstaka tækifæri að opna á hinu virðulega Hótel Borg sem skipar svo stóran sess í menningu Reykjavíkur og það er okkur mikill heiður. Þegar við opnum dyrnar, þá munum við bera fram einfalda og hagkvæman Ítalskan mat fyrir alla fjölskylduna sem er gerð úr bestu mögulegum hráefnum sem við komumst í. Ég get ekki beðið að opna á Íslandi.“Einfaldur matur fyrir alla fjölskyldunaJamie´s Italian byrjaði sem samstarfs á milli Jamie Oliver og lærimeistara hans, Gennero Contaldo. Sú hugmynd var sköpuð í kringum „Italian table“ – sem er einfaldur matur sem öll fjölskyldan getur notið saman. Jamie´s Italian Reykjavik mun bera fram klassíska og einfalda ítalska rétti með hinu fræga handbragð Jamie´s þar sem áherslan er lögð á fersk árstíðabundin hráefni. Eins og Vísir greindi frá var Jamie Oliver í nokkra daga á Íslandi í byrjun árs. Samkvæmt heimildum Vísis var hann að skoða mögulega staði fyrir veitingastaðinn á þeim tíma. Hann birti nokkrar myndir frá ferðinni á samfélagsmiðlum. Hann birti meðal annars mynd af Hallgrímskirkju á Instagram. Við myndina ritaði hann á ensku “Very Cool church design in Iceland - be cool with a bakery at the bottom” sem á íslensku gæti útlagst: „Mjög kúl hönnun á kirkju á Íslandi – væri kúl að hafa bakarí á neðstu hæðinni.“ Very Cool church design in Iceland - be cool with a bakery at the bottom A photo posted by Jamie Oliver (@jamieoliver) on Feb 24, 2016 at 11:11am PST
Tengdar fréttir Jamie Oliver faðir í fimmta sinn Fyrir eiga hjónin soninn Buddy Bear og dæturnar Poppy Honey, Daisy Boo og Petal Blossom. 8. ágúst 2016 10:09 Jamie Oliver væri til í að sjá bakarí í Hallgrímskirkju Breski stjörnukokkurinn Jamie Oliver hefur verið á Íslandi á síðustu daga ásamt eiginkonu sinni, Jools. 24. febrúar 2016 20:37 Jamie Oliver hæstánægður með norðurljósin á Íslandi: „Mögnuð lífsreynsla“ Einn frægasti kokkur í heiminum, Jamie Oliver, hefur verið síðustu daga á landinu en hann birtir í dag mynd af sér á Facebook þar sem sjá má íslensk norðurljós í bakgrunninum. 24. febrúar 2016 10:52 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Jamie Oliver faðir í fimmta sinn Fyrir eiga hjónin soninn Buddy Bear og dæturnar Poppy Honey, Daisy Boo og Petal Blossom. 8. ágúst 2016 10:09
Jamie Oliver væri til í að sjá bakarí í Hallgrímskirkju Breski stjörnukokkurinn Jamie Oliver hefur verið á Íslandi á síðustu daga ásamt eiginkonu sinni, Jools. 24. febrúar 2016 20:37
Jamie Oliver hæstánægður með norðurljósin á Íslandi: „Mögnuð lífsreynsla“ Einn frægasti kokkur í heiminum, Jamie Oliver, hefur verið síðustu daga á landinu en hann birtir í dag mynd af sér á Facebook þar sem sjá má íslensk norðurljós í bakgrunninum. 24. febrúar 2016 10:52