Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2016 10:39 Benedikt Jóhannesson. vísir/stefán Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir enga formlega fundi á dagskrá milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hann segir marga kosti vera í stöðunni varðandi myndun ríkisstjórnar og að fólk sé að ræða saman þvert á flokka. Aðspurður hvort að líklegra sé að flokkarnir þrír nái saman í þessari tilraun en í þeirri fyrstu, segir Benedikt að ómögulegt sé að segja hver niðurstaðan verði. „Það er kannski meira í gangi en menn halda, þannig að ég veit ekki alveg hvað segja skal. Það eru auðvitað margir kostir. En fólk er að tala saman þvers og kruss. Þannig að það er eiginlega ómögulegt að segja hvað verður. Það er bara ekki komið á það stig,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Sjá einnig:Ræddu Málamiðlunartillögur Bjarna Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis í gær til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hittust formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á fundi í gær til að ræða mögulegt stjórnarsamstarf. „Við bara töluðum saman, það er svolítið virðulegt að kalla það viðræður.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tók tók þá ákvörðun í síðustu viku að veita engum formlegt umboð til stjórnarmyndunar og tók hann þá einnig fram að hann vænti fregna um helgina eða í byrjun þessarar viku.Sjá einnig:Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: „Engin ástæða til taugaveiklunar“ Aðspurður segist Benedikt ekki vita hvort að forsetinn eigi von á símtali um formlegar stjórnarmyndunarviðræður. „Ég skal ekkert um það segja. En það að minnsta kosti engir fundir komnir á dagskrá ennþá, ekki sem ég veit um.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, staðfesti jafnframt í samtali við Vísi að ekki hefði verið boðað til þingflokksfundar hjá Sjálfstæðisflokknum í dag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Líkur á samstarfi aukast Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 27. nóvember 2016 14:43 Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. 27. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir enga formlega fundi á dagskrá milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hann segir marga kosti vera í stöðunni varðandi myndun ríkisstjórnar og að fólk sé að ræða saman þvert á flokka. Aðspurður hvort að líklegra sé að flokkarnir þrír nái saman í þessari tilraun en í þeirri fyrstu, segir Benedikt að ómögulegt sé að segja hver niðurstaðan verði. „Það er kannski meira í gangi en menn halda, þannig að ég veit ekki alveg hvað segja skal. Það eru auðvitað margir kostir. En fólk er að tala saman þvers og kruss. Þannig að það er eiginlega ómögulegt að segja hvað verður. Það er bara ekki komið á það stig,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Sjá einnig:Ræddu Málamiðlunartillögur Bjarna Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis í gær til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hittust formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á fundi í gær til að ræða mögulegt stjórnarsamstarf. „Við bara töluðum saman, það er svolítið virðulegt að kalla það viðræður.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tók tók þá ákvörðun í síðustu viku að veita engum formlegt umboð til stjórnarmyndunar og tók hann þá einnig fram að hann vænti fregna um helgina eða í byrjun þessarar viku.Sjá einnig:Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: „Engin ástæða til taugaveiklunar“ Aðspurður segist Benedikt ekki vita hvort að forsetinn eigi von á símtali um formlegar stjórnarmyndunarviðræður. „Ég skal ekkert um það segja. En það að minnsta kosti engir fundir komnir á dagskrá ennþá, ekki sem ég veit um.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, staðfesti jafnframt í samtali við Vísi að ekki hefði verið boðað til þingflokksfundar hjá Sjálfstæðisflokknum í dag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Líkur á samstarfi aukast Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 27. nóvember 2016 14:43 Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. 27. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Líkur á samstarfi aukast Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 27. nóvember 2016 14:43
Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. 27. nóvember 2016 19:00