Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2016 19:00 Benedikt Jóhannesson. vísir/stefán Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. Formaður Viðreisnar segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort formlegar stjórnunarmyndunarviðræður hefjist milli flokkanna. Þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar fyrir helgi sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að hann vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í viðræðunum. Þær viðræður hafa staðið yfir um helgina en engin formleg tilboð um stjórnarmyndunarviðræður hafa komið fram. Formenn hittust í dag Samkvæmt heimildum fréttastofu hittust formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á fundi í dag til að ræða mögulegt stjórnarsamstarf. Þá kom þingflokkur Viðreisnar til fundar í alþingishúsinu klukkan fimm en fundinum lauk klukkan sex. „Við höfum bara verið að fara yfir málið eins og fólk hefur verið að gera sín á milli alla helgina og sjá hvort það eru einhverjir möguleikar í stöðunni,” segir Beneikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Ræddu tillögur frá Bjarna Samkvæmt heimildum fréttastofu var fundurinn boðaður meðal annars til að ræða málamiðlunartillögur Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í evrópu- og sjávarútvegsmálum. Benedikt segir þingflokkinn hafa rætt ýmislegt en ekki sé tímabært að segja til um hvort eða hvenær formlegar viðræður hefjist. „Ja það er nýr dagur á morgun. Við sjáum til hvað verður þá. Forsetinn sagði okkur að við hefðum svona fram yfir helgi til að reyna að átta okkur á þessu. Þannig að ég get bara ekki fullyrt um það,” segir Benedikt. Þú hittir Bjarna Benediktsson á fundi í dag. Hvað kom fram á þeim fundi? „Það var ósköp lítið. Við fórum yfir málin. Hann reyndar kynnti aðeins fyrir mér ríkisfjármálin sem að var nú kvartað yfir að hann hefði ekki gert síðast þegar að við hittumst.” Hvenær liggur fyrir hvort þessir flokkar muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður? „Menn verða fyrst að ákveða að þá langi til þess og sá tími er ekki kominn enn,” segir Benedikt. Mistök við síðustu viðræður Heimildir fréttastofu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins herma að hægt yrði að semja stjórnarsáttmála milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á skömmum tíma. Í stjórnarmyndunarviðræðum milli flokkanna sem slitið var 15. nóvember síðastliðinn hefði náðst samkomulag um mörg stór mál. Hins vegar hefðu verið gerð mistök með því að hefja formlegar viðræður án þess að samkomulag væri í höfn um sjávarútvegs- og evrópumál. Það væri því forsenda fyrir því að viðræður milli flokkanna hefjist aftur að slíkt samkomulag liggi fyrir og um þau mál hafa Bjarni, Benedikt og Óttarr fundað í dag. Kosningar 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Sjá meira
Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. Formaður Viðreisnar segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort formlegar stjórnunarmyndunarviðræður hefjist milli flokkanna. Þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar fyrir helgi sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að hann vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í viðræðunum. Þær viðræður hafa staðið yfir um helgina en engin formleg tilboð um stjórnarmyndunarviðræður hafa komið fram. Formenn hittust í dag Samkvæmt heimildum fréttastofu hittust formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á fundi í dag til að ræða mögulegt stjórnarsamstarf. Þá kom þingflokkur Viðreisnar til fundar í alþingishúsinu klukkan fimm en fundinum lauk klukkan sex. „Við höfum bara verið að fara yfir málið eins og fólk hefur verið að gera sín á milli alla helgina og sjá hvort það eru einhverjir möguleikar í stöðunni,” segir Beneikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Ræddu tillögur frá Bjarna Samkvæmt heimildum fréttastofu var fundurinn boðaður meðal annars til að ræða málamiðlunartillögur Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í evrópu- og sjávarútvegsmálum. Benedikt segir þingflokkinn hafa rætt ýmislegt en ekki sé tímabært að segja til um hvort eða hvenær formlegar viðræður hefjist. „Ja það er nýr dagur á morgun. Við sjáum til hvað verður þá. Forsetinn sagði okkur að við hefðum svona fram yfir helgi til að reyna að átta okkur á þessu. Þannig að ég get bara ekki fullyrt um það,” segir Benedikt. Þú hittir Bjarna Benediktsson á fundi í dag. Hvað kom fram á þeim fundi? „Það var ósköp lítið. Við fórum yfir málin. Hann reyndar kynnti aðeins fyrir mér ríkisfjármálin sem að var nú kvartað yfir að hann hefði ekki gert síðast þegar að við hittumst.” Hvenær liggur fyrir hvort þessir flokkar muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður? „Menn verða fyrst að ákveða að þá langi til þess og sá tími er ekki kominn enn,” segir Benedikt. Mistök við síðustu viðræður Heimildir fréttastofu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins herma að hægt yrði að semja stjórnarsáttmála milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á skömmum tíma. Í stjórnarmyndunarviðræðum milli flokkanna sem slitið var 15. nóvember síðastliðinn hefði náðst samkomulag um mörg stór mál. Hins vegar hefðu verið gerð mistök með því að hefja formlegar viðræður án þess að samkomulag væri í höfn um sjávarútvegs- og evrópumál. Það væri því forsenda fyrir því að viðræður milli flokkanna hefjist aftur að slíkt samkomulag liggi fyrir og um þau mál hafa Bjarni, Benedikt og Óttarr fundað í dag.
Kosningar 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Sjá meira