Innlent

Garðabær skýri fasteignagjöld

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.
Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir skýringum bæjaryfirvalda í Garðabæ á álagningu fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði bænum.

Í bréfi FA til Garðabæjar segir að skatthlutfall á atvinnuhúsnæði skuli vera 1,32 prósent af fasteignamati. Í lögum sé þó sérstök heimild til að að hækka álagninguna um fjórðung. Innheimt sé samkvæmt slíku álagi í Garðabæ sem sé þá með hámarksprósentuna 1,65 prósent á fyrirtæki í bænum.

„Félag atvinnurekenda óskar eftir rökstuðningi Garðabæjar fyrir beitingu heimildar framangreindra laga til að leggja álag á fasteignaskatt,“ segir í bréfi sem var tekið fyrir í bæjarráði og bæjarstjóra falið að svara. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×