Fidel Castro látinn níræður að aldri Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 09:04 Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu Vísir/Getty Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu, lést kl 03:29 í nótt að íslenskum tíma, níræður að aldri. BBC greinir frá. Bróðir hans tilkynnti þjóðinni þetta seint um kvöldið að staðartíma og lýsti yfir þjóðarsorg sem standa ætti í nokkra daga. Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók formlega við stjórn árið 2008 eftir að hafa tímabundið tekið við stjórn landsins árið 2006. Castro er sá pólitískur leiðtogi á 20. öld sem setið hefur hvað lengst á stjórnarstóli án þess að bera konunglegan titil. Hann var bæði dáður og umdeildur þar sem stuðningsmenn hans lofuðu hann fyrir að afhenda Kúbu aftur í hendur íbúanna á meðan að aðrir sökuðu hann um að standa að baki kúgandi stjórnaraðgerðum. Fidel Castro tók við stjórnartaumunum árið 1959 þegar stuðningsmenn hans veltu herstjóranum Fulgencio Batista af valdastóli við ánægjulegar undirtektir margra. Tveimur árum seinna sagði hann í yfirlýsingu að Kúba væri nú kommúnískt ríki sem styddi Sovétríkin en eins og kunnugt er var kalt á milli Fidel Castro og leiðtoga Bandaríkjanna í Washington DC á tímum Kalda stríðsins. Þrátt fyir að á móti blési, meðal annars fyrir tilstilli hótana Bandaríkjanna um innrás og nokkrar morðtilraunir af hendi Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, þá héldu Castro og pólitískar hugmyndir hans velli. Castro hafði haldið sig utan sviðsljóssins í þó nokkurn tíma en skrifaði þó blaðagreinar endrum og eins. Hann kom síðast opinberlega fram í apríl á þessu ári þegar hann hélt ræðu á síðasta þingdegi Kommúnistaflokksins. Þar lagði hann áherslu á að hugmyndir kommúnista væru enn í gildi og skiptu máli fyrir sigur þjóðarinnar. Nokkrir þjóðarleiðtogar hafa tjáð sig og sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hann hafa verið eina þekktustu persónu 20.aldarinnar og að hans yrði sárt saknað. Forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, sagði Castro hafa verið mikinn vin landsins. Ekki virðast þó allir vera miður sín vegna þessa og hafa meðal annars brotist út fagnaðarlæti í Miami en þar búa margir Kúbumenn. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu, lést kl 03:29 í nótt að íslenskum tíma, níræður að aldri. BBC greinir frá. Bróðir hans tilkynnti þjóðinni þetta seint um kvöldið að staðartíma og lýsti yfir þjóðarsorg sem standa ætti í nokkra daga. Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók formlega við stjórn árið 2008 eftir að hafa tímabundið tekið við stjórn landsins árið 2006. Castro er sá pólitískur leiðtogi á 20. öld sem setið hefur hvað lengst á stjórnarstóli án þess að bera konunglegan titil. Hann var bæði dáður og umdeildur þar sem stuðningsmenn hans lofuðu hann fyrir að afhenda Kúbu aftur í hendur íbúanna á meðan að aðrir sökuðu hann um að standa að baki kúgandi stjórnaraðgerðum. Fidel Castro tók við stjórnartaumunum árið 1959 þegar stuðningsmenn hans veltu herstjóranum Fulgencio Batista af valdastóli við ánægjulegar undirtektir margra. Tveimur árum seinna sagði hann í yfirlýsingu að Kúba væri nú kommúnískt ríki sem styddi Sovétríkin en eins og kunnugt er var kalt á milli Fidel Castro og leiðtoga Bandaríkjanna í Washington DC á tímum Kalda stríðsins. Þrátt fyir að á móti blési, meðal annars fyrir tilstilli hótana Bandaríkjanna um innrás og nokkrar morðtilraunir af hendi Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, þá héldu Castro og pólitískar hugmyndir hans velli. Castro hafði haldið sig utan sviðsljóssins í þó nokkurn tíma en skrifaði þó blaðagreinar endrum og eins. Hann kom síðast opinberlega fram í apríl á þessu ári þegar hann hélt ræðu á síðasta þingdegi Kommúnistaflokksins. Þar lagði hann áherslu á að hugmyndir kommúnista væru enn í gildi og skiptu máli fyrir sigur þjóðarinnar. Nokkrir þjóðarleiðtogar hafa tjáð sig og sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hann hafa verið eina þekktustu persónu 20.aldarinnar og að hans yrði sárt saknað. Forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, sagði Castro hafa verið mikinn vin landsins. Ekki virðast þó allir vera miður sín vegna þessa og hafa meðal annars brotist út fagnaðarlæti í Miami en þar búa margir Kúbumenn.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira