Tveggja alda afmæli bókmenntafélags fagnað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 13:00 Egill er lærður setjari og starfar meðal annars sem umbrotsmaður. Hann situr jafnan aðalfundi Hins íslenska bókmenntafélags. Vísir/Eyþór Árnason Reykjavíkurborg efndi til dagskrár í Ráðhúsinu í tilefni 200 afmælis Hins íslenska bókmenntafélags um liðna helgi. „?Þetta var virkilega falleg stund,?“ segir Egill Baldursson, einn félagsmanna. „?Það voru leiklesnir þættir úr sögu félagsins og tónlistaratriði á milli. Kristinn Sigmundsson söng til dæmis lög frá 1816. Það var glæsilegt,“? lýsir hann. Eitt af því sem fagnað var á afmælisfundinum var útgáfa ellefta og síðasta bindis Sögu Íslands. „?Það verkefni hefur staðið frá þjóðhátíðarárinu 1974 og er mikið afrek,“? segir Egill og getur þess að Sigurður Líndal prófessor og Pétur Hrafn Árnason sagnfræðingur séu ritstjórar þessa bindis en Sigurður hafi stýrt útgáfunni frá upphafi. Bókmenntafélagið var stofnað að undirlagi málfræðingsins Rasmusar Kristjáns Rask sem taldi að íslensk tunga myndi líða undir lok að 200 árum liðnum ef ekkert yrði að gert. Þetta var árið 1816. Egill telur það meðal annars félaginu að þakka hversu gott mál við tölum enn í dag og vitnar þar til orða Þorkels Jóhannessonar prófessors, í Sögu Íslendinga VII, um að gagnger umskipti hafi orðið á viðhorfi fólks til íslenskrar tungu við stofnun félagsins. Þó telur Egill enn vá fyrir dyrum vegna enskunnar sem flæðir gegnum netið. „?Þegar krakkar niður í fimm ára, jafnvel yngri, nota spjaldtölvur sem tala við þau á ensku og fólk les nýútkomnar erlendar bækur á netinu þá er íslenskunni hætt,“? segir hann. ?„En það má sporna við þessu með því að leggja fé í þýðingar á forritum svo tölvan skilji og tali íslensku.?“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016. Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Reykjavíkurborg efndi til dagskrár í Ráðhúsinu í tilefni 200 afmælis Hins íslenska bókmenntafélags um liðna helgi. „?Þetta var virkilega falleg stund,?“ segir Egill Baldursson, einn félagsmanna. „?Það voru leiklesnir þættir úr sögu félagsins og tónlistaratriði á milli. Kristinn Sigmundsson söng til dæmis lög frá 1816. Það var glæsilegt,“? lýsir hann. Eitt af því sem fagnað var á afmælisfundinum var útgáfa ellefta og síðasta bindis Sögu Íslands. „?Það verkefni hefur staðið frá þjóðhátíðarárinu 1974 og er mikið afrek,“? segir Egill og getur þess að Sigurður Líndal prófessor og Pétur Hrafn Árnason sagnfræðingur séu ritstjórar þessa bindis en Sigurður hafi stýrt útgáfunni frá upphafi. Bókmenntafélagið var stofnað að undirlagi málfræðingsins Rasmusar Kristjáns Rask sem taldi að íslensk tunga myndi líða undir lok að 200 árum liðnum ef ekkert yrði að gert. Þetta var árið 1816. Egill telur það meðal annars félaginu að þakka hversu gott mál við tölum enn í dag og vitnar þar til orða Þorkels Jóhannessonar prófessors, í Sögu Íslendinga VII, um að gagnger umskipti hafi orðið á viðhorfi fólks til íslenskrar tungu við stofnun félagsins. Þó telur Egill enn vá fyrir dyrum vegna enskunnar sem flæðir gegnum netið. „?Þegar krakkar niður í fimm ára, jafnvel yngri, nota spjaldtölvur sem tala við þau á ensku og fólk les nýútkomnar erlendar bækur á netinu þá er íslenskunni hætt,“? segir hann. ?„En það má sporna við þessu með því að leggja fé í þýðingar á forritum svo tölvan skilji og tali íslensku.?“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira