Þrjátíu prósenta aukning í notkun verkjalyfs sem er náskylt heróíni Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. nóvember 2016 19:05 Fjöldi notenda sem fær ávísað sterka verkjalyfinu oxýcódon hjá læknum hefur aukist um tæplega 30 prósent milli ára samkvæmt nýjum tölum landlæknis. Lyfið er náskylt heróíni. Árið 2015 leystu 39.437 einstaklingar út Parkódín úr apóteki en árið 2014 voru það 37.022. Þetta er aukning upp á 6,5 prósent samkvæmt nýjum tölum sem Embætti landlæknis birti í dag. Mest aukning notenda milli ára er í notkun oxýcódons eða 29,5 prósent. Fjöldi þeirra sem notuðu oxýcódon fór úr 1.567 notendum í 2.029. Einnig varð um 8 prósent aukning milli ára í fjölda þeirra sem fengu Parkódín Forte ávísað. Aukning í fjölda notenda endurspeglar þá þróun sem hefur verið í ávísunum þessara lyfja hér á landi en Ísland er í dag með Norðurlandamet í notkun verkjalyfja (t.d. Parkódín, Parkódín forte og Tramadól), svefn- og róandi lyfja (t.d. Zóplíklón og Zolpídem), róandi og kvíðastillandi lyfja (t.d. Oxazepam), flogaveikilyfja (t.d. Gabapentín) og örvandi lyfjum (t.d. Metýlfenidat og Amfetamín) samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis. „Þetta er búið að vera þekkt í áraraðir með mörg af þessum lyfjum en það er nýtt að við séum orðin hæst á Norðurlöndunum í verkjalyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Menn staldra sérstaklega við þrjátíu prósent fjölgun notenda oxýcódon. Þetta er mjög sterkt verkjalyf, oft selt undir heitinu OxyContin. Lyfið er notað til að meðhöndla langvarandi sársauka og er náskylt heróíni. Embætti landlæknis veit í raun ekki hvers vegna notendum þessa lyfs hefur fjölgað milli ára. Ólafur B. Einarsson segir að ástæðan geti verið fjölgun þeirra sem þurfi á sterkum verkjalyfjum að halda vegna sársauka eða aukin fíkn og neyslan sé að birtast í auknum ávísunum. „Það er alltaf í gangi reglubundið eftirlit hér hjá embætti landlæknis með ávísunum þessara lyfja. Við hins vegar náum bara að bregðast við þessum allra alvarlegustu málum. Eins líka ef að það berast tilkynningar um misnotkun, fíkn eða annað slíkt þá reynum við að bregðast við því.“ Lyf Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Fjöldi notenda sem fær ávísað sterka verkjalyfinu oxýcódon hjá læknum hefur aukist um tæplega 30 prósent milli ára samkvæmt nýjum tölum landlæknis. Lyfið er náskylt heróíni. Árið 2015 leystu 39.437 einstaklingar út Parkódín úr apóteki en árið 2014 voru það 37.022. Þetta er aukning upp á 6,5 prósent samkvæmt nýjum tölum sem Embætti landlæknis birti í dag. Mest aukning notenda milli ára er í notkun oxýcódons eða 29,5 prósent. Fjöldi þeirra sem notuðu oxýcódon fór úr 1.567 notendum í 2.029. Einnig varð um 8 prósent aukning milli ára í fjölda þeirra sem fengu Parkódín Forte ávísað. Aukning í fjölda notenda endurspeglar þá þróun sem hefur verið í ávísunum þessara lyfja hér á landi en Ísland er í dag með Norðurlandamet í notkun verkjalyfja (t.d. Parkódín, Parkódín forte og Tramadól), svefn- og róandi lyfja (t.d. Zóplíklón og Zolpídem), róandi og kvíðastillandi lyfja (t.d. Oxazepam), flogaveikilyfja (t.d. Gabapentín) og örvandi lyfjum (t.d. Metýlfenidat og Amfetamín) samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis. „Þetta er búið að vera þekkt í áraraðir með mörg af þessum lyfjum en það er nýtt að við séum orðin hæst á Norðurlöndunum í verkjalyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Menn staldra sérstaklega við þrjátíu prósent fjölgun notenda oxýcódon. Þetta er mjög sterkt verkjalyf, oft selt undir heitinu OxyContin. Lyfið er notað til að meðhöndla langvarandi sársauka og er náskylt heróíni. Embætti landlæknis veit í raun ekki hvers vegna notendum þessa lyfs hefur fjölgað milli ára. Ólafur B. Einarsson segir að ástæðan geti verið fjölgun þeirra sem þurfi á sterkum verkjalyfjum að halda vegna sársauka eða aukin fíkn og neyslan sé að birtast í auknum ávísunum. „Það er alltaf í gangi reglubundið eftirlit hér hjá embætti landlæknis með ávísunum þessara lyfja. Við hins vegar náum bara að bregðast við þessum allra alvarlegustu málum. Eins líka ef að það berast tilkynningar um misnotkun, fíkn eða annað slíkt þá reynum við að bregðast við því.“
Lyf Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira