Erlent

Minnst 67 látnir í vinnuslysi í Kína

Samúel Karl Ólason skrifar
Verið var að byggja 168 metra háan kæliturn.
Verið var að byggja 168 metra háan kæliturn. Vísir/AFP
Minnst 67 verkamenn eru látnir eftir að vinnupallur féll saman á byggingarsvæði í Kína í gærkvöldi. Slysið átti sér stað í orkuveri í borginni Fengcheng þar sem verið var að reisa nýjan kæliturn. Eins manns er enn saknað en minnst fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús.

Turninn sem um ræðir er heilir 168 metrar á hæðina. Banaslys á vinnusvæðum eru algeng í Kína og umræðan um hertari öryggiskröfur verður nú háværari með hverju árinu sem líður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×