Versus lögmenn: Atli Helgason hvorki eigandi né starfandi lögmaður Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 10:21 Atli Helgason fyrir um tíu árum síðan. Versus lögmenn segja framgöngu Lögmannafélagsins vonbrigði. Lögmenn sem starfa hjá Versus lögmönnum segja Atla Helgason hvorki eiganda lögmannsstofunnar né starfandi lögmann þar. Lögmannafélagi Íslands sé fullkunnugt um það enda sé félagið með gögn sem sanni það. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Versus lögmönnum. Líkt og greint hefur verið frá hefur Lögmannafélagið farið fram á að allir lögmenn Versus, sem eru fjórir talsins, verði sviptir lögmannsréttindum sínum. Ástæðan er sú að Atli Helgason, sem dæmdur var í sextán ára fangelsi fyrir morð, var skráður eigandi stofunnar. Atli er lögfræðingur að mennt en var sviptur réttindum sínum eftir dóminn. Hann fékk uppreist æru um síðastliðin áramót, en hefur ekki farið fram á réttindi sín að nýju. Sjá einnig:Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínumStarfaði sem lögfræðingur án lögmannsréttinda „Einnig vilja lögmennirnir koma því á framfæri að Atli Helgason hefur ekki starfað sem lögmaður á stofunni eins og Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands gefur í skyn, í viðtali við visi.is, heldur sem lögfræðingur án lögmannsréttinda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að það séu vonbrigði að Lögmannafélagið gangi fram með þessum hætti því félagið sjálft sem og úrskurðarnefnd lögmanna séu með upplýsingar um eignarhald á stofunni. „Eignarhald, stjórn og rekstur Versus lögmanna var með sama hætti og fjölmargra annarra lögmannsstofa,“ kemur jafnframt fram.Sjá einnig:Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands rekur nú ágreiningsmál fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna eignarhalds á Versus. Samhliða því sendi félagið frá sér tölvupóst þar sem félagsmenn voru hvattir til þess að gæta að því að kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn séu uppfylltar, en lögum samkvæmt mega aðilar sem ekki hafa lögmannsréttindi ekki vera skráðir eigendur á lögmannsstofum. Samkvæmt upplýsingum frá Versus er lögmannsstofan hætt rekstri. Tengdar fréttir Rekstur lögmannsstofa í uppnámi: Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands hefur farið fram á sviptingu réttinda lögmanna Versus vegna eignarhalds í stofunni, en einn eigandi hennar er án málflutningsréttinda. Þrír eigendur í stofu Lögmanna Lækjargötu, sem formaður Lögmannafélagsins á í og rekur, eru ólöglærðir. 23. nóvember 2016 12:19 Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Lögmenn sem starfa hjá Versus lögmönnum segja Atla Helgason hvorki eiganda lögmannsstofunnar né starfandi lögmann þar. Lögmannafélagi Íslands sé fullkunnugt um það enda sé félagið með gögn sem sanni það. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Versus lögmönnum. Líkt og greint hefur verið frá hefur Lögmannafélagið farið fram á að allir lögmenn Versus, sem eru fjórir talsins, verði sviptir lögmannsréttindum sínum. Ástæðan er sú að Atli Helgason, sem dæmdur var í sextán ára fangelsi fyrir morð, var skráður eigandi stofunnar. Atli er lögfræðingur að mennt en var sviptur réttindum sínum eftir dóminn. Hann fékk uppreist æru um síðastliðin áramót, en hefur ekki farið fram á réttindi sín að nýju. Sjá einnig:Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínumStarfaði sem lögfræðingur án lögmannsréttinda „Einnig vilja lögmennirnir koma því á framfæri að Atli Helgason hefur ekki starfað sem lögmaður á stofunni eins og Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands gefur í skyn, í viðtali við visi.is, heldur sem lögfræðingur án lögmannsréttinda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að það séu vonbrigði að Lögmannafélagið gangi fram með þessum hætti því félagið sjálft sem og úrskurðarnefnd lögmanna séu með upplýsingar um eignarhald á stofunni. „Eignarhald, stjórn og rekstur Versus lögmanna var með sama hætti og fjölmargra annarra lögmannsstofa,“ kemur jafnframt fram.Sjá einnig:Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands rekur nú ágreiningsmál fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna eignarhalds á Versus. Samhliða því sendi félagið frá sér tölvupóst þar sem félagsmenn voru hvattir til þess að gæta að því að kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn séu uppfylltar, en lögum samkvæmt mega aðilar sem ekki hafa lögmannsréttindi ekki vera skráðir eigendur á lögmannsstofum. Samkvæmt upplýsingum frá Versus er lögmannsstofan hætt rekstri.
Tengdar fréttir Rekstur lögmannsstofa í uppnámi: Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands hefur farið fram á sviptingu réttinda lögmanna Versus vegna eignarhalds í stofunni, en einn eigandi hennar er án málflutningsréttinda. Þrír eigendur í stofu Lögmanna Lækjargötu, sem formaður Lögmannafélagsins á í og rekur, eru ólöglærðir. 23. nóvember 2016 12:19 Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Rekstur lögmannsstofa í uppnámi: Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands hefur farið fram á sviptingu réttinda lögmanna Versus vegna eignarhalds í stofunni, en einn eigandi hennar er án málflutningsréttinda. Þrír eigendur í stofu Lögmanna Lækjargötu, sem formaður Lögmannafélagsins á í og rekur, eru ólöglærðir. 23. nóvember 2016 12:19
Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41