Fannst erfiðara að læra íslensku en lögfræði Sæunn Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Claudie hefur búið á Íslandi síðastliðin fimmtán ár. vísir/ernir Claudie Ashonie Wilson stóðst á dögunum prófraun til að hljóta héraðsdómslögmannsréttindi á Íslandi. Hún verður fyrsti innflytjandinn utan Evrópu sem hlýtur þessi réttindi hér á landi. Claudie er upprunalega frá Jamaíku og starfaði þar áður en hún flutti til Íslands, meðal annars hjá Hagstofu og hjá Bell‘s Consulting Agency. „Ég ákvað fyrir löngu síðan að verða lögfræðingur en ég gerði mér kannski ekki grein fyrir því þá að ég þyrfti að læra íslensku fyrst," segir Claudie. „Ég myndi segja að það hafi verið erfiðara að læra íslensku en lögfræði," segir hún og hlær. Claudie er 33 ára gömul, flutti til Íslands fyrir fimmtán árum síðan og á ellefu ára eineggja tvíburastráka. Claudie var við nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands og hélt þaðan í lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þegar hún lauk laganáminu var hún ein af fáum innflytjendum og sá fyrsti utan Evrópu sem hafði farið í gegnum íslenskt laganám og lokið háskólaprófi í því. „Ég lauk laganámi í Háskólanum í Reykjavík árið 2014. Ég bætti svo við mig með því að fara í Odysseus Academic Network Sumarskólann í Université libre de Bruxelles. Þar náði ég meiri sérhæfingu í flóttamannarétti; í evrópskum flóttamannarétti og útlendingarétti," segir Claudie. Hún starfar hjá lögmannsstofunni Rétti á Klapparstíg. „Ég byrjaði í starfsnámi árið 2013 hjá Rétti og fékk fulla stöðu árið 2014 og hef verið hér síðan. Ég er aðallega í mannréttindamálum, innflytjendamálum og flóttamannamálum, svo er ég að skoða regluverk og annað," segir Claudie. Nú á dögunum náði ég svo í lögmannsréttindin en partur af því var að standast prófraunir í héraðsdómi." Claudie hefur verið virk í félagsmálum á Íslandi. Hún var meðal annars varaformaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna og var í fagráðsnefnd Rauða kross Íslands vegna Mentor verkefnisins árið 2013. Dæmi eru um að Evrópubúar sem hafa sest að á Íslandi hafi náð sér í lögmannsréttindi hér á landi. Davor Purusic sem fæddist í Bosníu er einn þeirra en hann skrifaði skoðunargrein í Fréttablaðið fyrir nokkrum árum um það. Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Claudie Ashonie Wilson stóðst á dögunum prófraun til að hljóta héraðsdómslögmannsréttindi á Íslandi. Hún verður fyrsti innflytjandinn utan Evrópu sem hlýtur þessi réttindi hér á landi. Claudie er upprunalega frá Jamaíku og starfaði þar áður en hún flutti til Íslands, meðal annars hjá Hagstofu og hjá Bell‘s Consulting Agency. „Ég ákvað fyrir löngu síðan að verða lögfræðingur en ég gerði mér kannski ekki grein fyrir því þá að ég þyrfti að læra íslensku fyrst," segir Claudie. „Ég myndi segja að það hafi verið erfiðara að læra íslensku en lögfræði," segir hún og hlær. Claudie er 33 ára gömul, flutti til Íslands fyrir fimmtán árum síðan og á ellefu ára eineggja tvíburastráka. Claudie var við nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands og hélt þaðan í lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þegar hún lauk laganáminu var hún ein af fáum innflytjendum og sá fyrsti utan Evrópu sem hafði farið í gegnum íslenskt laganám og lokið háskólaprófi í því. „Ég lauk laganámi í Háskólanum í Reykjavík árið 2014. Ég bætti svo við mig með því að fara í Odysseus Academic Network Sumarskólann í Université libre de Bruxelles. Þar náði ég meiri sérhæfingu í flóttamannarétti; í evrópskum flóttamannarétti og útlendingarétti," segir Claudie. Hún starfar hjá lögmannsstofunni Rétti á Klapparstíg. „Ég byrjaði í starfsnámi árið 2013 hjá Rétti og fékk fulla stöðu árið 2014 og hef verið hér síðan. Ég er aðallega í mannréttindamálum, innflytjendamálum og flóttamannamálum, svo er ég að skoða regluverk og annað," segir Claudie. Nú á dögunum náði ég svo í lögmannsréttindin en partur af því var að standast prófraunir í héraðsdómi." Claudie hefur verið virk í félagsmálum á Íslandi. Hún var meðal annars varaformaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna og var í fagráðsnefnd Rauða kross Íslands vegna Mentor verkefnisins árið 2013. Dæmi eru um að Evrópubúar sem hafa sest að á Íslandi hafi náð sér í lögmannsréttindi hér á landi. Davor Purusic sem fæddist í Bosníu er einn þeirra en hann skrifaði skoðunargrein í Fréttablaðið fyrir nokkrum árum um það. Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira