Erlent

Rífa hæstu vatnsrennibraut heims eftir banaslys

Atli Ísleifsson skrifar
Vatnsrennibrautin opnaði árið 2014 og var hægt að ná rúmlega 100 kílómetra hraða á leiðinni niður.
Vatnsrennibrautin opnaði árið 2014 og var hægt að ná rúmlega 100 kílómetra hraða á leiðinni niður. Mynd/Schlitterbahn
Forsvarsmenn vatnsrennibrautargarðsins Schlitterbahn í Kansas City í Bandaríkjunum hafa tilkynnt að hæsta og hraðasta vatnsrennibraut heims, Verrückt, sem þar er að finna, verði lokað og hún rifin.

Þetta er gert í kjölfar banaslyss sem varð í sumar þegar tíu ára drengur hálsbrotnaði og lét lífið á leið sinni niður rennibrautina.

51 metra há rennibrautin verður rifin þegar rannsókn á slysinu er lokið. „Þetta er það eina sem hægt er að gera í stöðunni eftir slíkan harmleik,“ segir í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum garðsins.

Drengurinn sem lést, Caleb Schwab, var sonur þingmannsins á ríkisþingi Kansas, Scott Schwab, og eiginkonu hans Michelle.

Að neðan má sjá tveggja ára gamalt myndband sem ABC News birti þar sem sjá má hvernig er að fara niður rennibrautina.

Vatnsrennibrautin opnaði árið 2014 og var hægt að ná rúmlega 100 kílómetra hraða á leiðinni niður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×