Erlent

Segja einnota kaffimálum stríð á hendur með Freiburg-bollanum

Birgir Olgeirsson skrifar
Freiburg-bollarnir umtöluðu.
Freiburg-bollarnir umtöluðu. Vísir/EPA
Á hverju ári eru tæpir þrír milljarðar einnota kaffimála urðaðir í Þýskalandi en nú hefur háskólinn í Freiburg sagt þessari sóun stríð á hendur með Freiburg-bollanum.

Um 320 þúsund kaffibollar, í einnota málum, eru seldir á hverjum klukkutíma í Þýskalandi, að því er fram kemur í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC um málið, en háskólinn í Freiburg er nú búinn að kynna til sögunnar Freiburg-bollann svokallaða sem er framleiddur úr plasti sem má setja í uppþvottavél og viðskiptavinir geta skilað bollanum gegn gjaldi upp á eina evru.

Er vonast til að hægt sé að endurnýta hvern Freiburg-bolla mörg hundruð sinnum en kaffihúsin munu sjá um að þvo bollana og setja þá aftur í umferð.

BBC segir 16 fyrirtæki hafa samþykkt að taka þátt í þessu verkefni en því er heitið að enginn kostnaður muni falla á þá sem skrá sig til leiks. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×