KÚ segist dauðadæmt eftir MS-úrskurðinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Ólafur M. Magnússon í KÚ segir MS uppvíst að því að villa um fyrir samkeppnisyfirvöldum. vísir/stefán „Niðurstaða meirihluta áfrýjunarnefndar skilur keppinauta MS eftir algjörlega varnarlausa gagnvart ofríki og ósvífinni framgöngu MS,“ segir í yfirlýsingu frá Ólafi M. Magnússyni, eiganda mjólkurfyrirtækisins KÚ – mjólkurbús. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur áfrýjunarnefnd samkeppnismála ógilt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að leggja 440 milljóna króna sekt á MS fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu með því að selja hráefni til mjólkurframleiðslu á óeðlilega háu verði til félaga utan MS-samstæðunnar. Hins vegar var staðfest 40 milljóna króna sekt fyrir að halda gögnum frá Samkeppniseftirlitinu. Ólafur segir áfrýjunarnefndina víkja algjörlega til hliðar verndaráhrifum samkeppnislaga og hafa selt MS „fullt sjálfdæmi um framgöngu gagnvart keppinautum“. Sú niðurstaða sé í fullri andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar í svokölluðu „Osta- og smjörsölumáli“ frá 2006. „Þessi niðurstaða er því dauðadómur yfir keppinautum Mjólkursamsölunnar á þessum markaði og allri samkeppni á mjólkurvörumarkaði til framtíðar. Því er þessi niðurstaða grafalvarleg og kallar á að Alþingi afnemi þegar í stað allar undanþágur MS frá samkeppnislögum svo keppinautum MS verði tryggt skjól gagnvart ofríki MS á þessum markaði,“ segir í yfirlýsingunni frá Ólafi. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði aðspurður í Fréttablaðinu í gær að verið væri að meta hvort úrskurður áfrýjunarnefndarinnar yrði borinn undir dómstóla. Ólafur í KÚ skorar á Samkeppniseftirlitið að gera það og vísar í að formaður áfrýjunarnefndarinnar komst að annarri niðurstöðu en hinir tveir nefndarmennirnir og vildi að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins stæði óbreytt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið íhugar að vísa MS-málinu til dómstóla Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. 22. nóvember 2016 18:45 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðar Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja 440 milljóna króna sekt á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hins vegar stendur 40 milljóna króna sekt fyrir að leyna gögnum. 22. nóvember 2016 06:00 Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
„Niðurstaða meirihluta áfrýjunarnefndar skilur keppinauta MS eftir algjörlega varnarlausa gagnvart ofríki og ósvífinni framgöngu MS,“ segir í yfirlýsingu frá Ólafi M. Magnússyni, eiganda mjólkurfyrirtækisins KÚ – mjólkurbús. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur áfrýjunarnefnd samkeppnismála ógilt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að leggja 440 milljóna króna sekt á MS fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu með því að selja hráefni til mjólkurframleiðslu á óeðlilega háu verði til félaga utan MS-samstæðunnar. Hins vegar var staðfest 40 milljóna króna sekt fyrir að halda gögnum frá Samkeppniseftirlitinu. Ólafur segir áfrýjunarnefndina víkja algjörlega til hliðar verndaráhrifum samkeppnislaga og hafa selt MS „fullt sjálfdæmi um framgöngu gagnvart keppinautum“. Sú niðurstaða sé í fullri andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar í svokölluðu „Osta- og smjörsölumáli“ frá 2006. „Þessi niðurstaða er því dauðadómur yfir keppinautum Mjólkursamsölunnar á þessum markaði og allri samkeppni á mjólkurvörumarkaði til framtíðar. Því er þessi niðurstaða grafalvarleg og kallar á að Alþingi afnemi þegar í stað allar undanþágur MS frá samkeppnislögum svo keppinautum MS verði tryggt skjól gagnvart ofríki MS á þessum markaði,“ segir í yfirlýsingunni frá Ólafi. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði aðspurður í Fréttablaðinu í gær að verið væri að meta hvort úrskurður áfrýjunarnefndarinnar yrði borinn undir dómstóla. Ólafur í KÚ skorar á Samkeppniseftirlitið að gera það og vísar í að formaður áfrýjunarnefndarinnar komst að annarri niðurstöðu en hinir tveir nefndarmennirnir og vildi að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins stæði óbreytt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið íhugar að vísa MS-málinu til dómstóla Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. 22. nóvember 2016 18:45 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðar Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja 440 milljóna króna sekt á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hins vegar stendur 40 milljóna króna sekt fyrir að leyna gögnum. 22. nóvember 2016 06:00 Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Samkeppniseftirlitið íhugar að vísa MS-málinu til dómstóla Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. 22. nóvember 2016 18:45
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðar Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja 440 milljóna króna sekt á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hins vegar stendur 40 milljóna króna sekt fyrir að leyna gögnum. 22. nóvember 2016 06:00
Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27