Fjölmargir kennarar íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðamót Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 18:42 Kennarar hafa tvisvar fellt kjarasamning á síðustu sex mánuðum og er deila þeirra nú komin á borð ríkissáttasemjara. Nú eru grunnlaun umsjónarkennara ríflega 418 þúsund krónur. Í kjarasamningi sem kosið var um í júní voru launin hækkuð upp í tæplega 460 þúsund á næstu tveimur árum. Kennarar felldu samninginn og var kosið um nýjan samning í ágúst þar sem launin höfðu ekki hækkað um krónu, eina breytingin sneri að vinnustundafyrirkomulagi. Sá samningur var því felldur líka. Síðustu tvær vikur hafa kennarar sent skýr skilaboð til sveitarfélaga um að baráttan snúist um hærri laun, en ekki aðrar umbætur á skipulagi eða starfi. Við viljum hærri laun, svo skulum við ræða aðrar umbætur, hafa fjölmargir kennarar sagt í samtali við fréttastofu. Margir hafa misst móðinn vegna tafa í samningagerð og hafa að minnsta kosti fjörutíu kennarar sagt upp störfum. En samkvæmt trúnaðarmönnum grunnskólakennara víða um land eru mun fleiri með tilbúið uppsagnarbréf í vasanum og ætla að skila því inn fyrir mánaðamót ef launin hækka ekki verulega.Erla Karlsdóttir fær 420 þúsund krónur í grunnlaun, en með öllu álagi og umsjónarbekk fær hún 450 þúsund, fyrir skatt. Hún er með þrjár háskólagráður.vísir/skjáskotÍ dag sýndu grunnskólakennarar samstöðu með því að leggja niður störf klukkan hálf tvö. Í Árbæjarskóla gengu um sextíu kennarar út og héldu fund í heimahúsi. Engar uppsagnir hafa borist frá kennurum Árbæjarskóla en trúnaðarmaður þeirra segir þolinmæðina á þrotum. „Það eru margir að hugsa sinn gang og hvort þeir segi upp núna eða í vor,” segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir. Erla Karlsdóttir hefur mikla reynslu á ýmsum sviðum en er nokkuð nýlega farin að kenna. „Ég er með þrjár háskólagráður og ég næ rétt 420 þúsund krónum í grunnlaun, fyrir skatt að sjálfsögðu,” segir hún en hún er farin að líta í kringum sig eftir öðru starfi. „Ég velti fyrir mér að komast í annað starf næsta haust, því ég er að reka heimili ein þannig að til að ná endum saman verð ég að vinna annars staðar um helgar,” Nýútskrifaðir kennarar sem fréttastofa ræddi við sjá ekki starfið fyrir sér til framtíðar eins og staðan er í dag. Margir sinna tveimur til þremur störfum og vita að þeir geta fengið betri kjör með því að skipta um starf. Kennarar hafa oft átt í baráttu vegna kjara sinna en kennarar með háan starfsaldur segja ástandið svartara nú en oft áður. „Þetta er með allra versta móti. maður man eftir löngum verkföllum en nú er meiri undiralda og hefur átt sér langan aðdraganda,” segir Skarphéðinn Garðarsson. Tengdar fréttir Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45 Foreldrafélög lýsa yfir áhyggjum og skora á stjórnvöld Foreldrafélög grunnskólanna sex í Breiðholti skora á borgaryfirvöld að semja við kennara hið fyrsta. 22. nóvember 2016 08:46 Kennarar rita opið bréf til borgarstjóra: Kjarabót án endurgjalds Í bréfinu sem birt er í heild á Vísi lýsa kennararnir áhyggjum af þeim orðum borgarstjóra að nýr kjarasamningur við kennara verði liður í heildstæðri umbótaáætlun. 21. nóvember 2016 06:45 Skömminni skilað Nýútskrifuð, með sjóðheitt prófskírteinið upp á vasann, réði ég mig sem kennara í þorpi úti á landi. Þar hitti ég konu sem tjáði mér, kinnroðalaust, að þeir sem leggðu fyrir sig kennslu væri fólkið sem væri ekki nógu gáfað til að læra eitthvað annað. 22. nóvember 2016 10:49 Misráðnar umbætur - Opið bréf til borgarstjóra Ef skólastarf á ekki að hrynja á næstu – ja, vikum í sumum tilfellum, þarf einfaldan samning sem felur í sér ríflegar launahækkanir án þess að kennarar láti neitt í staðinn fyrir þær. 21. nóvember 2016 06:30 Segir fjöldauppsagnir kennara mun alvarlegri aðgerðir en verkfall Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. 16. nóvember 2016 08:36 Kennarar sætta sig við 600-700 þúsund krónur í mánaðarlaun Mikil samstaða á samstöðufundi kennara í Háskólabíói í dag. 15. nóvember 2016 18:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Kennarar hafa tvisvar fellt kjarasamning á síðustu sex mánuðum og er deila þeirra nú komin á borð ríkissáttasemjara. Nú eru grunnlaun umsjónarkennara ríflega 418 þúsund krónur. Í kjarasamningi sem kosið var um í júní voru launin hækkuð upp í tæplega 460 þúsund á næstu tveimur árum. Kennarar felldu samninginn og var kosið um nýjan samning í ágúst þar sem launin höfðu ekki hækkað um krónu, eina breytingin sneri að vinnustundafyrirkomulagi. Sá samningur var því felldur líka. Síðustu tvær vikur hafa kennarar sent skýr skilaboð til sveitarfélaga um að baráttan snúist um hærri laun, en ekki aðrar umbætur á skipulagi eða starfi. Við viljum hærri laun, svo skulum við ræða aðrar umbætur, hafa fjölmargir kennarar sagt í samtali við fréttastofu. Margir hafa misst móðinn vegna tafa í samningagerð og hafa að minnsta kosti fjörutíu kennarar sagt upp störfum. En samkvæmt trúnaðarmönnum grunnskólakennara víða um land eru mun fleiri með tilbúið uppsagnarbréf í vasanum og ætla að skila því inn fyrir mánaðamót ef launin hækka ekki verulega.Erla Karlsdóttir fær 420 þúsund krónur í grunnlaun, en með öllu álagi og umsjónarbekk fær hún 450 þúsund, fyrir skatt. Hún er með þrjár háskólagráður.vísir/skjáskotÍ dag sýndu grunnskólakennarar samstöðu með því að leggja niður störf klukkan hálf tvö. Í Árbæjarskóla gengu um sextíu kennarar út og héldu fund í heimahúsi. Engar uppsagnir hafa borist frá kennurum Árbæjarskóla en trúnaðarmaður þeirra segir þolinmæðina á þrotum. „Það eru margir að hugsa sinn gang og hvort þeir segi upp núna eða í vor,” segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir. Erla Karlsdóttir hefur mikla reynslu á ýmsum sviðum en er nokkuð nýlega farin að kenna. „Ég er með þrjár háskólagráður og ég næ rétt 420 þúsund krónum í grunnlaun, fyrir skatt að sjálfsögðu,” segir hún en hún er farin að líta í kringum sig eftir öðru starfi. „Ég velti fyrir mér að komast í annað starf næsta haust, því ég er að reka heimili ein þannig að til að ná endum saman verð ég að vinna annars staðar um helgar,” Nýútskrifaðir kennarar sem fréttastofa ræddi við sjá ekki starfið fyrir sér til framtíðar eins og staðan er í dag. Margir sinna tveimur til þremur störfum og vita að þeir geta fengið betri kjör með því að skipta um starf. Kennarar hafa oft átt í baráttu vegna kjara sinna en kennarar með háan starfsaldur segja ástandið svartara nú en oft áður. „Þetta er með allra versta móti. maður man eftir löngum verkföllum en nú er meiri undiralda og hefur átt sér langan aðdraganda,” segir Skarphéðinn Garðarsson.
Tengdar fréttir Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45 Foreldrafélög lýsa yfir áhyggjum og skora á stjórnvöld Foreldrafélög grunnskólanna sex í Breiðholti skora á borgaryfirvöld að semja við kennara hið fyrsta. 22. nóvember 2016 08:46 Kennarar rita opið bréf til borgarstjóra: Kjarabót án endurgjalds Í bréfinu sem birt er í heild á Vísi lýsa kennararnir áhyggjum af þeim orðum borgarstjóra að nýr kjarasamningur við kennara verði liður í heildstæðri umbótaáætlun. 21. nóvember 2016 06:45 Skömminni skilað Nýútskrifuð, með sjóðheitt prófskírteinið upp á vasann, réði ég mig sem kennara í þorpi úti á landi. Þar hitti ég konu sem tjáði mér, kinnroðalaust, að þeir sem leggðu fyrir sig kennslu væri fólkið sem væri ekki nógu gáfað til að læra eitthvað annað. 22. nóvember 2016 10:49 Misráðnar umbætur - Opið bréf til borgarstjóra Ef skólastarf á ekki að hrynja á næstu – ja, vikum í sumum tilfellum, þarf einfaldan samning sem felur í sér ríflegar launahækkanir án þess að kennarar láti neitt í staðinn fyrir þær. 21. nóvember 2016 06:30 Segir fjöldauppsagnir kennara mun alvarlegri aðgerðir en verkfall Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. 16. nóvember 2016 08:36 Kennarar sætta sig við 600-700 þúsund krónur í mánaðarlaun Mikil samstaða á samstöðufundi kennara í Háskólabíói í dag. 15. nóvember 2016 18:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45
Foreldrafélög lýsa yfir áhyggjum og skora á stjórnvöld Foreldrafélög grunnskólanna sex í Breiðholti skora á borgaryfirvöld að semja við kennara hið fyrsta. 22. nóvember 2016 08:46
Kennarar rita opið bréf til borgarstjóra: Kjarabót án endurgjalds Í bréfinu sem birt er í heild á Vísi lýsa kennararnir áhyggjum af þeim orðum borgarstjóra að nýr kjarasamningur við kennara verði liður í heildstæðri umbótaáætlun. 21. nóvember 2016 06:45
Skömminni skilað Nýútskrifuð, með sjóðheitt prófskírteinið upp á vasann, réði ég mig sem kennara í þorpi úti á landi. Þar hitti ég konu sem tjáði mér, kinnroðalaust, að þeir sem leggðu fyrir sig kennslu væri fólkið sem væri ekki nógu gáfað til að læra eitthvað annað. 22. nóvember 2016 10:49
Misráðnar umbætur - Opið bréf til borgarstjóra Ef skólastarf á ekki að hrynja á næstu – ja, vikum í sumum tilfellum, þarf einfaldan samning sem felur í sér ríflegar launahækkanir án þess að kennarar láti neitt í staðinn fyrir þær. 21. nóvember 2016 06:30
Segir fjöldauppsagnir kennara mun alvarlegri aðgerðir en verkfall Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. 16. nóvember 2016 08:36
Kennarar sætta sig við 600-700 þúsund krónur í mánaðarlaun Mikil samstaða á samstöðufundi kennara í Háskólabíói í dag. 15. nóvember 2016 18:56