Erlent

Minnst sautján látnir í 56 bíla árekstri

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Vísir/AFP
Minnst sautján eru látnir eftir 56 bíla árekstur í Kína í gær. Fjöldi bíla og vörubíla skullu saman á hraðbraut í Shanxi héraði og eru árekstrarnir raktir til rigningar og slyddu. 37 manns slösuðust í atvikinu.

Myndir og myndbönd af vettvangi sýna bílanna í nánast einni hrúgu.

Samkvæmt frétt á vef Guardian eru bílslys mjög algeng í Kína en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur áætlað að minnst 260 þúsund manns hafi látið lífið í bílslysum árið 2013. Opinberar tölur yfirvalda í Kína segja hins vegar að 58.539 hafi látið lífið á vegum landsins það ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×