Erlent

Skvernelis nýr forsætisráðherra Litháens

Atli Ísleifsson skrifar
Saulius Skvernelis og Dalia Grybauskaite, forseti Litháens.
Saulius Skvernelis og Dalia Grybauskaite, forseti Litháens. Vísir/AFP
Lítháska þingið hefur skipað Saulius Skvernelis, formann bænda- og græningjaflokksins LVZS, sem nýjan forsætisráðherra Litháens.

Skvernelis er fyrrverandi lögreglustjóri og talinn jákvæður í garð Evrópusambandsins.

Þingkosningar fóru fram í Litháen í október þar sem LVZS hlaut fleiri atkvæði en bæði flokkur kristilegra demókrata, TS-LKD, og jafnaðarmannaflokkur fyrrverandi forsætisráðherrans Algirdas Butkevicius.

Jafnaðarmenn fengu einungis 14,4 prósent atkvæða í kosningnunum, en LVZS 21,7 prósent og Kristilegi demókrataflokkurinn, TS-LKD, 21,6 prósent.

Butkevičius tók við embætti forsætisráðherra árið 2012 í kjölfar stjórnarmyndunar Jafnaðarmannaflokksins, Verkamannaflokksins, Raðar og réttlætis og Flokks Pólverja í Litháen.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×