Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 10:47 Þorsteinn Víglundsson situr í málefnahópi um efnahagsmál fyrir Viðreisn. Þá situr Steingrímur J. Sigfússon í hópnum fyrir hönd Vinstri grænna. Vísir/Ernir/Stefán „Það hefur verið mjög góður andi í þessari vinnu, málefnaleg og góð skoðanaskipti. Í okkar hópi er ekkert uppnám af einu né neinu tagi. Og fjarri því að þar sé unnið með einhverjum hótunum. Þetta er það sem heitir á góðri íslensku rakalaus Moggalygi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Þar vísar hann í frétt Morgunblaðsins í dag þar sem Katrín Jakobsdóttir er sögð harðákveðin í því að viðhalda hátekjuskatti, koma aftur á auðlegðarskatti og jafnframt er hún sögð áhugasöm um hækkun fjármagnstekjuskatts. „Það er alveg ljóst þetta eru fimm ólíkir flokkar og hver með sínar áherslur en við förum vel og málefnalega yfir þetta og í góðum anda. þannig að það hefur verið fínasta andrúmsloft í þessarri vinnu. Og eins fjarri sanni og getur verið að það sé einhver að stilla einhverjum upp og það séu einhverjar hótanir í gangi. Við berum fulla virðingu fyrir ólíkum áherslum flokkanna og nálgumst málið bara með opinn huga út frá því.“ Steingrímur situr fyrir hönd VG í málefnahópi flokkanna fimm sem nú reyna að mynda ríkisstjórn um efnahagsmál. Málefnavinna VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hófst í gær og er gert ráð fyrir að hún haldi áfram í dag.Erfitt að kyngja skattahækkunum Þorsteinn Víglundsson þingmaður situr fyrir hönd Viðreisnar í málefnahópnum um efnahagsmál. Þorsteinn var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann meðal annars að í skattamálum liggi mesti áherslumunurinn milli flokkanna. „Það yrði mjög erfitt hjá okkur að kyngja miklum skattahækkunum, það er alveg skýrt. Auðvitað liggur það fyrirfram ljós fyrir að þarna er mesti áherslumunurinn milli þessara flokka. Það er auðvitað alltaf þannig, þegar menn fara inn í svona samstarf, að það kannski best að byrja á réttum enda. Það er að segja, hvaða hugmyndir eru aðilar um varðandi einstök útgjöld og útgjaldaaukningu á kjörtímabilinu, til dæmis til heilbrigðis- og velferðarmála og hvernig getum við fjármagnað það, hvort við getum farið aðrar leiðir, hvort það sé nauðsynlegt að ráðast hér í stórfelldar skattabreytingar,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður segir hann að Viðreisn sé ekki sammála hugmyndum VG um skattahækkanir á einstaklinga sem eru með eina milljón eða meira í mánaðarkaup. „Nei þar erum við ekki sammála. Það er alveg ljóst þegar við horfum á launaþróun hér á undanförnum misserum þá þarf auðvitað að líta til þess hvar eru hátekjur skilgreindar og þá einhver efri þrep skattkerfisins.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Flokkarnir fimm hefja viðræður Málefnahópar flokkanna fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum komu saman til fundar í Alþingishúsinu nú klukkan 13. 21. nóvember 2016 13:28 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
„Það hefur verið mjög góður andi í þessari vinnu, málefnaleg og góð skoðanaskipti. Í okkar hópi er ekkert uppnám af einu né neinu tagi. Og fjarri því að þar sé unnið með einhverjum hótunum. Þetta er það sem heitir á góðri íslensku rakalaus Moggalygi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Þar vísar hann í frétt Morgunblaðsins í dag þar sem Katrín Jakobsdóttir er sögð harðákveðin í því að viðhalda hátekjuskatti, koma aftur á auðlegðarskatti og jafnframt er hún sögð áhugasöm um hækkun fjármagnstekjuskatts. „Það er alveg ljóst þetta eru fimm ólíkir flokkar og hver með sínar áherslur en við förum vel og málefnalega yfir þetta og í góðum anda. þannig að það hefur verið fínasta andrúmsloft í þessarri vinnu. Og eins fjarri sanni og getur verið að það sé einhver að stilla einhverjum upp og það séu einhverjar hótanir í gangi. Við berum fulla virðingu fyrir ólíkum áherslum flokkanna og nálgumst málið bara með opinn huga út frá því.“ Steingrímur situr fyrir hönd VG í málefnahópi flokkanna fimm sem nú reyna að mynda ríkisstjórn um efnahagsmál. Málefnavinna VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hófst í gær og er gert ráð fyrir að hún haldi áfram í dag.Erfitt að kyngja skattahækkunum Þorsteinn Víglundsson þingmaður situr fyrir hönd Viðreisnar í málefnahópnum um efnahagsmál. Þorsteinn var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann meðal annars að í skattamálum liggi mesti áherslumunurinn milli flokkanna. „Það yrði mjög erfitt hjá okkur að kyngja miklum skattahækkunum, það er alveg skýrt. Auðvitað liggur það fyrirfram ljós fyrir að þarna er mesti áherslumunurinn milli þessara flokka. Það er auðvitað alltaf þannig, þegar menn fara inn í svona samstarf, að það kannski best að byrja á réttum enda. Það er að segja, hvaða hugmyndir eru aðilar um varðandi einstök útgjöld og útgjaldaaukningu á kjörtímabilinu, til dæmis til heilbrigðis- og velferðarmála og hvernig getum við fjármagnað það, hvort við getum farið aðrar leiðir, hvort það sé nauðsynlegt að ráðast hér í stórfelldar skattabreytingar,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður segir hann að Viðreisn sé ekki sammála hugmyndum VG um skattahækkanir á einstaklinga sem eru með eina milljón eða meira í mánaðarkaup. „Nei þar erum við ekki sammála. Það er alveg ljóst þegar við horfum á launaþróun hér á undanförnum misserum þá þarf auðvitað að líta til þess hvar eru hátekjur skilgreindar og þá einhver efri þrep skattkerfisins.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Flokkarnir fimm hefja viðræður Málefnahópar flokkanna fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum komu saman til fundar í Alþingishúsinu nú klukkan 13. 21. nóvember 2016 13:28 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00
Flokkarnir fimm hefja viðræður Málefnahópar flokkanna fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum komu saman til fundar í Alþingishúsinu nú klukkan 13. 21. nóvember 2016 13:28