LeBron James gefur safni 283 milljónir króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2016 15:00 LeBron James. Vísir/Getty NBA-leikmaðurinn LeBron James ætlar að sjá til þess að hnefaleikakappinn Muhammad Ali fá áfram veglegan sess í Safni Smithsonian í Washington um sögu og menningu blökkumanna í Bandaríkjunum eða National Museum of African American History and Culture. LeBron James ætlar að leggja til 2,5 milljónir dollara, 283 milljónir íslenskra króna, til uppsetningu á sýningunni „Muhammad Ali: A Force for Change“ sem verður sett upp hjá Smithsonian. „Muhammad Ali er hornsteinninn hjá mér sem íþróttamanni vegna þessa sem hann stóð fyrir og þá ekki bara inn í hringnum heldur utan hans líka,“ sagði LeBron James við USA Today Sports. LeBron James leggur til peninginn ásamt viðskiptafélaga sínum Maverick Carter og góðgerðastofnun sinni. „Þessi stuðningur hans mun hjálpa okkur að halda sögu Muhammad Ali á lofti og sýna um leið íþróttafólkinu okkar hversu mikilvægt það ef fyrir okkur að berjast fyrir því sem okkur finnst vera rétt,“ sagði Lonnie Bunch, yfirmaður og stofnandi safnsins. LeBron James er ekki sá eini til að leggja til stóra upphæð því áður hafði Michael Jordan gefið fimm milljón dollara þegar sýningin opnaði í september. Muhammad Ali lést í júní síðastliðnum þá 74 ára að aldri. Hann var einn merkasti íþróttamaður tuttugustu aldarinnar og margfaldur heimsmeistari. „LeBron sýnir með þessu ótrúlegt örlæti. Þessi sýning mun sjá til þess, að börn sem heimsækja Smithsonian, fá nú tækifæri til að læra um starf Muhammad utan hringsins, sérstaklega þegar kemur að mannúðar- og réttindamálum. Ef Muhammad væri á lífi í dag þá þætti honum sér vera sýndur mikinn heiður með þessu,“ sagði eftirlifandi eiginkona Muhammad Ali, Lonnie Ali, um gjöf LeBron James. Box NBA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
NBA-leikmaðurinn LeBron James ætlar að sjá til þess að hnefaleikakappinn Muhammad Ali fá áfram veglegan sess í Safni Smithsonian í Washington um sögu og menningu blökkumanna í Bandaríkjunum eða National Museum of African American History and Culture. LeBron James ætlar að leggja til 2,5 milljónir dollara, 283 milljónir íslenskra króna, til uppsetningu á sýningunni „Muhammad Ali: A Force for Change“ sem verður sett upp hjá Smithsonian. „Muhammad Ali er hornsteinninn hjá mér sem íþróttamanni vegna þessa sem hann stóð fyrir og þá ekki bara inn í hringnum heldur utan hans líka,“ sagði LeBron James við USA Today Sports. LeBron James leggur til peninginn ásamt viðskiptafélaga sínum Maverick Carter og góðgerðastofnun sinni. „Þessi stuðningur hans mun hjálpa okkur að halda sögu Muhammad Ali á lofti og sýna um leið íþróttafólkinu okkar hversu mikilvægt það ef fyrir okkur að berjast fyrir því sem okkur finnst vera rétt,“ sagði Lonnie Bunch, yfirmaður og stofnandi safnsins. LeBron James er ekki sá eini til að leggja til stóra upphæð því áður hafði Michael Jordan gefið fimm milljón dollara þegar sýningin opnaði í september. Muhammad Ali lést í júní síðastliðnum þá 74 ára að aldri. Hann var einn merkasti íþróttamaður tuttugustu aldarinnar og margfaldur heimsmeistari. „LeBron sýnir með þessu ótrúlegt örlæti. Þessi sýning mun sjá til þess, að börn sem heimsækja Smithsonian, fá nú tækifæri til að læra um starf Muhammad utan hringsins, sérstaklega þegar kemur að mannúðar- og réttindamálum. Ef Muhammad væri á lífi í dag þá þætti honum sér vera sýndur mikinn heiður með þessu,“ sagði eftirlifandi eiginkona Muhammad Ali, Lonnie Ali, um gjöf LeBron James.
Box NBA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira