LeBron James gefur safni 283 milljónir króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2016 15:00 LeBron James. Vísir/Getty NBA-leikmaðurinn LeBron James ætlar að sjá til þess að hnefaleikakappinn Muhammad Ali fá áfram veglegan sess í Safni Smithsonian í Washington um sögu og menningu blökkumanna í Bandaríkjunum eða National Museum of African American History and Culture. LeBron James ætlar að leggja til 2,5 milljónir dollara, 283 milljónir íslenskra króna, til uppsetningu á sýningunni „Muhammad Ali: A Force for Change“ sem verður sett upp hjá Smithsonian. „Muhammad Ali er hornsteinninn hjá mér sem íþróttamanni vegna þessa sem hann stóð fyrir og þá ekki bara inn í hringnum heldur utan hans líka,“ sagði LeBron James við USA Today Sports. LeBron James leggur til peninginn ásamt viðskiptafélaga sínum Maverick Carter og góðgerðastofnun sinni. „Þessi stuðningur hans mun hjálpa okkur að halda sögu Muhammad Ali á lofti og sýna um leið íþróttafólkinu okkar hversu mikilvægt það ef fyrir okkur að berjast fyrir því sem okkur finnst vera rétt,“ sagði Lonnie Bunch, yfirmaður og stofnandi safnsins. LeBron James er ekki sá eini til að leggja til stóra upphæð því áður hafði Michael Jordan gefið fimm milljón dollara þegar sýningin opnaði í september. Muhammad Ali lést í júní síðastliðnum þá 74 ára að aldri. Hann var einn merkasti íþróttamaður tuttugustu aldarinnar og margfaldur heimsmeistari. „LeBron sýnir með þessu ótrúlegt örlæti. Þessi sýning mun sjá til þess, að börn sem heimsækja Smithsonian, fá nú tækifæri til að læra um starf Muhammad utan hringsins, sérstaklega þegar kemur að mannúðar- og réttindamálum. Ef Muhammad væri á lífi í dag þá þætti honum sér vera sýndur mikinn heiður með þessu,“ sagði eftirlifandi eiginkona Muhammad Ali, Lonnie Ali, um gjöf LeBron James. Box NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
NBA-leikmaðurinn LeBron James ætlar að sjá til þess að hnefaleikakappinn Muhammad Ali fá áfram veglegan sess í Safni Smithsonian í Washington um sögu og menningu blökkumanna í Bandaríkjunum eða National Museum of African American History and Culture. LeBron James ætlar að leggja til 2,5 milljónir dollara, 283 milljónir íslenskra króna, til uppsetningu á sýningunni „Muhammad Ali: A Force for Change“ sem verður sett upp hjá Smithsonian. „Muhammad Ali er hornsteinninn hjá mér sem íþróttamanni vegna þessa sem hann stóð fyrir og þá ekki bara inn í hringnum heldur utan hans líka,“ sagði LeBron James við USA Today Sports. LeBron James leggur til peninginn ásamt viðskiptafélaga sínum Maverick Carter og góðgerðastofnun sinni. „Þessi stuðningur hans mun hjálpa okkur að halda sögu Muhammad Ali á lofti og sýna um leið íþróttafólkinu okkar hversu mikilvægt það ef fyrir okkur að berjast fyrir því sem okkur finnst vera rétt,“ sagði Lonnie Bunch, yfirmaður og stofnandi safnsins. LeBron James er ekki sá eini til að leggja til stóra upphæð því áður hafði Michael Jordan gefið fimm milljón dollara þegar sýningin opnaði í september. Muhammad Ali lést í júní síðastliðnum þá 74 ára að aldri. Hann var einn merkasti íþróttamaður tuttugustu aldarinnar og margfaldur heimsmeistari. „LeBron sýnir með þessu ótrúlegt örlæti. Þessi sýning mun sjá til þess, að börn sem heimsækja Smithsonian, fá nú tækifæri til að læra um starf Muhammad utan hringsins, sérstaklega þegar kemur að mannúðar- og réttindamálum. Ef Muhammad væri á lífi í dag þá þætti honum sér vera sýndur mikinn heiður með þessu,“ sagði eftirlifandi eiginkona Muhammad Ali, Lonnie Ali, um gjöf LeBron James.
Box NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira