Erlent

Hætta við umdeilt nauðgunarfrumvarp

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frumvarpinu hefur verið mótmælt víða um heim.
Frumvarpinu hefur verið mótmælt víða um heim. vísir/epa
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að draga til baka umdeilt lagafrumvarp þess efnis að karlmenn sem nauðga börnum geti sloppið við ákæru ef þeir giftast fórnarlömbum sínum. Frumvarpið átti að fara í lokaatkvæðagreiðslu á þinginu í dag.

Frumvarpinu hefur verið mótmælt víða um heim enda af mörgum talið ýta undir kynferðisbrot, barnaníð og barnabrúðkaup. Ríkisstjórnin hefur þó sagt að tilgangur frumvarpsins sé þveröfugur; að koma í veg fyrir giftingar ólögráða og styðja við þolendur kynferðisofbeldis.

Samtök á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa reynt að beita sér fyrir því að frumvarpið verði ekki samþykkt og segja að það myndi koma til með að eyðileggja möguleika landsins á að berjast gegn kynferðisofbeldi.

Hefði frumvarpið náð fram að ganga hefði lögum samkvæmt mátt náða karlmenn sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn einstaklingum undir lögaldri ef verknaðurinn var án valdbeitingar, hótana og með samþykki beggja aðila.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×