Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. nóvember 2016 06:00 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála sneri við niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Vísir/Pjetur MS braut ekki lög með verðlagningu sinni á hráefnum til mjólkurframleiðslu segir í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. „Við erum að fara yfir úrskurðinn en erum hugsi yfir honum. Í honum virðist vera lögð til grundvallar önnur túlkun á samspili búvörulaga og samkeppnislaga heldur en við og áfrýjunarnefnd höfum byggt á hingað til,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.„Ef þetta er niðurstaðan þá er hætta á því að búið sé að víkja, að hluta til og að verulegu leyti, til hliðar þeirri réttarvernd sem bannið við misnotkun á markaðsráðandi stöðu veitir bæði minni fyrirtækjum og neytendum og bændum á þessu sviði,“ segir Páll Gunnar. Málið á rætur að rekja til ársins 2007 þegar afurðastöðvar mjólkuriðnaðarins, Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Osta- og smjörsalan, runnu saman í eina samsteypu, Mjólkursamsöluna (MS). Árið 2012 kvartaði Mjólkurbúið til Samkeppniseftirlitsins og bar því við að það þyrfti að greiða 17 prósentum hærra verð fyrir hrámjólk heldur en keppinautar þess á markaði. Í kjölfarið hófst rannsókn Samkeppniseftirlitsins sem lauk með ákvörðun árið 2014 en sú ákvörðun var felld úr gildi af áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Ný ákvörðun Samkeppniseftirlitsins lá fyrir í sumar en þar var komist að þeirri niðurstöðu að MS hefði brotið gegn 11. grein samkeppnislaga og hefði að auki leynt gögnum frá Samkeppniseftirlitinu. MS var gert að greiða alls 480 milljónir í sekt vegna þessa. Niðurstöðunni var áfrýjað til áfrýjunarnefndarinnar. Nefndin er skipuð þremur mönnum og klofnaði hún í afstöðu sinni. Bæði meiri- og minnihluti voru sammála um að undanþáguheimildir búvörulaga væru sértækari en Samkeppnislög og kæmu því til álita við úrlausn málsins. Hins vegar voru nefndarmenn ekki sammála um hvort framlegðarsamkomulag MS og KS, frá árinu 2008, rúmist innan undanþágu búvörulaga.Ari Edwald, forstjóri MSvísir/stefánAð mati meirihlutans er það svo en minnihlutinn, Jóhannes Karl Sveinsson formaður, taldi aðilum heimilt að gera samkomulag sín á milli um verkaskiptingu. Hins vegar sé útilokað að samkomulag um kaup MS á mjólk á lægra verði geti talist þáttur í verkaskiptingu sem heimil er samkvæmt búvörulögum. Því sé rétt að staðfesta ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Bæði meiri- og minnihluti telur rétt að staðfesta ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um sekt sökum þess að MS hafi leynt gögnum fyrir eftirlitinu. Fjörutíu milljóna króna sektin fyrir að leyna gögnum var staðfest en 440 milljóna sektin fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu var felld niður. Félag atvinnurekenda sendi í gærkvöld frá sér áskorun til Alþingis um að „afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum“. Það sé staðfest að Mjólkursamsalan leyndi gögnum fyrir Samkeppniseftirlitinu. „FA telur ótækt að fyrirtæki sem grunuð eru um samkeppnislagabrot komist upp með að tefja mál með því að leyna gögnum fyrir yfirvöldum.“ Páll Gunnar segir ekki hafa verið ákveðið hvort Samkeppniseftirlitið beri niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar undir dómstóla. „Það er auðvitað það sem við erum að velta fyrir okkur.“ Ari Edwald, forstjóri MS, segir í yfirlýsingu að samkvæmt lögum sé hluti af starfsemi mjólkuriðnaðarins undanþeginn afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga. „Markmið þessa er að lækka kostnað við framleiðslu mjólkurafurða, til ábata fyrir neytendur.“ Af hálfu Mjólkursamsölunnar var meðal annars byggt á því að Páll Gunnar hefði verið vanhæfur við meðferð málsins og því bæri að fella ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi. Ekki var fallist á röksemdir MS í þeim efnum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
MS braut ekki lög með verðlagningu sinni á hráefnum til mjólkurframleiðslu segir í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. „Við erum að fara yfir úrskurðinn en erum hugsi yfir honum. Í honum virðist vera lögð til grundvallar önnur túlkun á samspili búvörulaga og samkeppnislaga heldur en við og áfrýjunarnefnd höfum byggt á hingað til,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.„Ef þetta er niðurstaðan þá er hætta á því að búið sé að víkja, að hluta til og að verulegu leyti, til hliðar þeirri réttarvernd sem bannið við misnotkun á markaðsráðandi stöðu veitir bæði minni fyrirtækjum og neytendum og bændum á þessu sviði,“ segir Páll Gunnar. Málið á rætur að rekja til ársins 2007 þegar afurðastöðvar mjólkuriðnaðarins, Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Osta- og smjörsalan, runnu saman í eina samsteypu, Mjólkursamsöluna (MS). Árið 2012 kvartaði Mjólkurbúið til Samkeppniseftirlitsins og bar því við að það þyrfti að greiða 17 prósentum hærra verð fyrir hrámjólk heldur en keppinautar þess á markaði. Í kjölfarið hófst rannsókn Samkeppniseftirlitsins sem lauk með ákvörðun árið 2014 en sú ákvörðun var felld úr gildi af áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Ný ákvörðun Samkeppniseftirlitsins lá fyrir í sumar en þar var komist að þeirri niðurstöðu að MS hefði brotið gegn 11. grein samkeppnislaga og hefði að auki leynt gögnum frá Samkeppniseftirlitinu. MS var gert að greiða alls 480 milljónir í sekt vegna þessa. Niðurstöðunni var áfrýjað til áfrýjunarnefndarinnar. Nefndin er skipuð þremur mönnum og klofnaði hún í afstöðu sinni. Bæði meiri- og minnihluti voru sammála um að undanþáguheimildir búvörulaga væru sértækari en Samkeppnislög og kæmu því til álita við úrlausn málsins. Hins vegar voru nefndarmenn ekki sammála um hvort framlegðarsamkomulag MS og KS, frá árinu 2008, rúmist innan undanþágu búvörulaga.Ari Edwald, forstjóri MSvísir/stefánAð mati meirihlutans er það svo en minnihlutinn, Jóhannes Karl Sveinsson formaður, taldi aðilum heimilt að gera samkomulag sín á milli um verkaskiptingu. Hins vegar sé útilokað að samkomulag um kaup MS á mjólk á lægra verði geti talist þáttur í verkaskiptingu sem heimil er samkvæmt búvörulögum. Því sé rétt að staðfesta ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Bæði meiri- og minnihluti telur rétt að staðfesta ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um sekt sökum þess að MS hafi leynt gögnum fyrir eftirlitinu. Fjörutíu milljóna króna sektin fyrir að leyna gögnum var staðfest en 440 milljóna sektin fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu var felld niður. Félag atvinnurekenda sendi í gærkvöld frá sér áskorun til Alþingis um að „afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum“. Það sé staðfest að Mjólkursamsalan leyndi gögnum fyrir Samkeppniseftirlitinu. „FA telur ótækt að fyrirtæki sem grunuð eru um samkeppnislagabrot komist upp með að tefja mál með því að leyna gögnum fyrir yfirvöldum.“ Páll Gunnar segir ekki hafa verið ákveðið hvort Samkeppniseftirlitið beri niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar undir dómstóla. „Það er auðvitað það sem við erum að velta fyrir okkur.“ Ari Edwald, forstjóri MS, segir í yfirlýsingu að samkvæmt lögum sé hluti af starfsemi mjólkuriðnaðarins undanþeginn afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga. „Markmið þessa er að lækka kostnað við framleiðslu mjólkurafurða, til ábata fyrir neytendur.“ Af hálfu Mjólkursamsölunnar var meðal annars byggt á því að Páll Gunnar hefði verið vanhæfur við meðferð málsins og því bæri að fella ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi. Ekki var fallist á röksemdir MS í þeim efnum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira