Erlent

Løkke og félagar hefja smíði nýs stjórnarsáttmála á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Lars Løkke Rasmussen hefur leitt minnihlutastjórn Venstre allt frá þingkosningunum 2015.
Lars Løkke Rasmussen hefur leitt minnihlutastjórn Venstre allt frá þingkosningunum 2015. Vísir/AFP
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur og formaður Venstre, mun hefja smíði nýs stjórnarsáttmála á morgun ásamt þeim Søren Pape Poulsen, formanni Íhaldsflokksins og Anders Samuelsen, formanni Frjálslynda bandalagsins.

Løkke segir í samtali við DR að hann hafi átt góð samtöl við þá Pape og Samuelsen í morgun og að hann sé bjartsýnn á framhaldið.

Løkke hefur leitt minnihlutastjórn Venstre allt frá þingkosningunum 2015 sem notið hefur stuðnings Danska þjóðarflokksins, Frjálslynda bandalagsins og Íhaldsflokksins.

Mikið hefur verið þrýst á ríkisstjórn Løkke að undanförnu og ákvað hann því að bjóða tveimur stuðningsflokkanna til viðræðna um að þeir fái ráðherra í ríkisstjórninni.

Hann segist vona til að mynduð verði ríkisstjórn sem geti verið við völd í langan tíma og má búast við að viðræður komi til með að taka nokkurn tíma.

Sautján ráðherrar eiga nú sæti í ríkisstjórn Danmerkur og eru allir úr flokki Venstre.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×