Erlent

Obama útilokar ekki að tjá sig um störf Trump

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Barack Obama Bandaríkjaforseti í Líma í Perú í gær.
Barack Obama Bandaríkjaforseti í Líma í Perú í gær. vísir/epa
Barack Obama, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, segist ekki útiloka að tjá sig um starfshætti eftirmanns síns, Donalds Trump, finnist honum Trump ógna bandarískum gildum, þrátt fyrir að það sé andstætt hefð að fyrrverandi forsetar tjái sig um störf arftaka sinna.

Obama sagðist á fréttamannafundi í Perú í gær að sjái hann tilefni til þess að gera athugasemdir við störf Trump muni hann gera það, en þá sem almennur, óbreyttur borgari.

Þá sagðist hann virða embættið og vilja gefa nýkjörnum forseta tækifæri til þess að koma sér fyrir svo hann geti unnið að málefnum sínum óáreittur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×