Erlent

Sarkozy viðurkennir ósigur í forvali forsetakosninganna

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Nicolas Sarkozy tekur ekki við af François Hollande í vor.
Nicolas Sarkozy tekur ekki við af François Hollande í vor. Vísir/AFP
Nicolas Sarkozy, fyrrum forseti Frakklands, mun ekki verða forsetaefni stjórnmálaflokks síns, Les Républicains. Niðurstöður forvalsins urðu ljósar nú í kvöld en þeir François Fillon og Alain Juppé hrepptu tvö efstu sætin.

Þar sem hvorugur þeirra hlaut yfir fimmtíu prósent atkvæða mun vera gengið aftur til kosninga eftir viku. Fillon hlaut fleiri atkvæði en Juppé í forvalinu en hinn síðarnefndi hefur þó hingað til þótt sigurstranglegri

Sá frambjóðandi sem Les Républicains mun kjósa að tefla fram í forsetakosningunum í apríl á næsta ári mun að öllum líkindum keppast við Marine Le Pen, formann þjóðernisflokksins Front National, um embættið. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×