Erlent

Jörðin ónýt eftir þúsund ár

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Stephen Hawking.
Stephen Hawking. vísir/afp
Eðlisfræðingurinn Stephen Hawking lítur ekki björtum augum á möguleika okkar jarðarbúa til lengri tíma. Að því er segir á vef danska dagblaðsins Politiken sagði Hawking í fyrirlestri í Oxfordháskóla, þar sem hann er prófessor, að jörðin verði óbyggileg eftir eitt þúsund ár.

Mun Hawking hafa spáð því að loftslagsbreytingar, stríð, mengun, vírusar og önnur óáran af mannavöldum nauðbeygi mannkynið til að leggja undir sig aðra hnetti – ef Homo sapiens eigi að lifa af sem tegund. Reyndar hafa vísindamenn þegar augastað á plánetunni Proxima b sem er á braut um stjörnuna Alpha Centauri.

Hawking segir að jörðin gæti enst okkur meira en áðurnefnd eitt þúsund ár, jafnvel tíu þúsund ár en að útkoman sé nánast óumflýjanleg.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×