Erlent

Minnst hundrað látnir í lestarslysi í Indlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Minnst hundrað manns eru látin eftir að lest fór af sporunum í Indlandi í nótt. Þá eru minnst 150 særðir en björgunarmenn eru enn að störfum í brakinu. Fjórtán lestarvagnar fóru af sporinu í norðanverðu landinu. Ekki er vitað hvað olli slysinu

Björgunarmenn eru enn að störfum samkvæmt BBC og er enn verið að bjarga fólki úr brakinu þar sem það situr fast. Lestin er sögð hafa farið af sporunum um hundrað kílómetra frá borginni Kanpur.

Flestir sem dóu er sagðir hafa verið staðsettir í tveimur fremstu vögnum lestarinnar. Samkvæmt AFP fréttaveitunni voru margir farþegar sofandi þegar slysið varð.

Um er að ræða versta slys Indlands frá árinu 2010 þegar farþegalest og flutningslest skullu saman. Þá dóu 146 og 200 slösuðust. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×