Innlent

Áreitti og braut gegn 14 ára stúlku

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Hari
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann fyrir áreita 14 ára stúlku á Facebook og haft kynferðismök við hana. Brotið var framið árið 2013, en þá var maðurinn 19 ára gamall og kynntust þau þegar hann seldi henni landa.

Upp úr því hófust mikil samskipti þeirra á milli á Facebook, sem voru að mestu um kynmök.

Fyrir dómi sagði stúlkan að hún hefði ekki séð neitt athugavert við samskipti þeirra. Hún sagðist ekki hafa vitað af hverju hún „var að sofa hjá honum“ en tók sérstaklega fram að hún hefði ekki verið mótfallin kynmökunum. Þar að auki var hún mjög mótfallin rannsókn lögreglu á málinu.

Unnusta mannsins hafði þá hringt í bróðir stúlkunnar, sem hún hélt að væri pabbi hennar, og úthúðað henni. Þá hafði stúlkan hringt í manninn og tilkynnt honum að hún hefði fengið jákvæða niðurstöðu á þungunarprófi.

Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsisvistar sem er skilorðsbundin til tveggja ára. Hann var einnig dæmdur til að greiða rúma milljón króna í sakarkostnað og 600 þúsund krónur í miskabætur.

Hægt er að sjá úrskurðinn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×