Birgitta: 90 prósent líkur á fimm flokka stjórn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. desember 2016 22:09 Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Björt framtíð og Vinstri græn eiga nú í óformlegum viðræðum til að kanna grundvöll fyrir myndun ríkisstjórn flokkanna fimm. vísir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að aðeins herslumuninn vanti upp á svo það takist að mynda fimm flokka ríkisstjórn. Hún telur að um 90 prósent líkur eru á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn fyrir næsta föstudag. Birgitta var í viðtali í Vikunni hjá Gísla Marteini Baldurssyni á RÚV í kvöld. Vika er nú liðin síðan Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Birgittu umboð til stjórnarmyndunar og hafa Píratar, Samfylkingin, Björt Framtíð, Viðreisn og Vinstri Græn verið í óformlegum viðræðum um myndun fimm flokka stjórnar síðan þá. „Við erum bara komin með alls konar frábæra hluti. Það vantar bara herslumuninn,“ sagði Birgitta. „Við komum frá rosalega ólíkum kúltúrum. Þetta er eins og ólík lönd sem eru að hittast í fyrsta skipti og við þurfum svolítið að læra á hvort annað. Ef maður ætlar að gera eitthvað sam á að endast þá þarf að vanda sig svolítið við að gera til sterkt upphaf.“ Gísli Marteinn spurði Brigittu því næst hverjar líkurnar væru á að flokkunum tækist að mynda ríkisstjórn fyrir næsta föstudag „Næsta föstudag? Ég myndi skjóta á svona níutíu prósent. Ég er náttúrulega rosalega bjartsýn manneskja og ef maður hefur ekki trú á þessu og orkuna til að gera þetta og finnst þetta ekki þess virði að vera eyða öllum sína „frítíma“ í þá væri ég ekkert að þessu. Ég myndi aldrei nenna að sitja á svona fundum ef ég sæi engan tilgang með þeim.“ Búist er við að flokkarnir fimm haldi óformlegum viðræðum áfram um helgina. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46 Morgundagurinn ræður úrslitum varðandi það hvort flokkarnir fimm fara í formlegar viðræður Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 8. desember 2016 10:15 Ætla að halda viðræðum áfram um helgina Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. 8. desember 2016 18:06 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að aðeins herslumuninn vanti upp á svo það takist að mynda fimm flokka ríkisstjórn. Hún telur að um 90 prósent líkur eru á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn fyrir næsta föstudag. Birgitta var í viðtali í Vikunni hjá Gísla Marteini Baldurssyni á RÚV í kvöld. Vika er nú liðin síðan Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Birgittu umboð til stjórnarmyndunar og hafa Píratar, Samfylkingin, Björt Framtíð, Viðreisn og Vinstri Græn verið í óformlegum viðræðum um myndun fimm flokka stjórnar síðan þá. „Við erum bara komin með alls konar frábæra hluti. Það vantar bara herslumuninn,“ sagði Birgitta. „Við komum frá rosalega ólíkum kúltúrum. Þetta er eins og ólík lönd sem eru að hittast í fyrsta skipti og við þurfum svolítið að læra á hvort annað. Ef maður ætlar að gera eitthvað sam á að endast þá þarf að vanda sig svolítið við að gera til sterkt upphaf.“ Gísli Marteinn spurði Brigittu því næst hverjar líkurnar væru á að flokkunum tækist að mynda ríkisstjórn fyrir næsta föstudag „Næsta föstudag? Ég myndi skjóta á svona níutíu prósent. Ég er náttúrulega rosalega bjartsýn manneskja og ef maður hefur ekki trú á þessu og orkuna til að gera þetta og finnst þetta ekki þess virði að vera eyða öllum sína „frítíma“ í þá væri ég ekkert að þessu. Ég myndi aldrei nenna að sitja á svona fundum ef ég sæi engan tilgang með þeim.“ Búist er við að flokkarnir fimm haldi óformlegum viðræðum áfram um helgina.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46 Morgundagurinn ræður úrslitum varðandi það hvort flokkarnir fimm fara í formlegar viðræður Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 8. desember 2016 10:15 Ætla að halda viðræðum áfram um helgina Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. 8. desember 2016 18:06 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15
Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46
Morgundagurinn ræður úrslitum varðandi það hvort flokkarnir fimm fara í formlegar viðræður Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 8. desember 2016 10:15
Ætla að halda viðræðum áfram um helgina Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. 8. desember 2016 18:06